Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Útihátíðin Uxi 95 var einn gleðskapurinn sem haldin var um verslunarmannahelgina árið 1995, nánar tiltekið á Kirkjubæjarklaustri. Fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna komu fram, einna minnisstæðust var hljómsveitin Prodigy sem lifir í minningunni sem einn af helstu menningarviðburðum tíunda áratugarins.
Útihátíðin Uxi 95 var einn gleðskapurinn sem haldin var um verslunarmannahelgina árið 1995, nánar tiltekið á Kirkjubæjarklaustri. Fjöldi innlendra og erlendra tónlistarmanna komu fram, einna minnisstæðust var hljómsveitin Prodigy sem lifir í minningunni sem einn af helstu menningarviðburðum tíunda áratugarins.
Líf og starf 11. júlí 2022

Vel varin með gleði í hjarta

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Útihátíðir hafa viðgengist svo elstu menn muna og þá undir margvíslegum formerkjum. Þó, að staðaldri er þar mannmergð, tónlist og ýmsar uppákomur.

Gjarnan dvelur fólk í tjöldum ef um ræðir lengri tíma en dagstund og þykir mörgum gaman að skvetta í sig sopanum.

Verslunarmannahelgin er stærsta helgi útihátíða, en þó hafa fyrstu þrjár helgarnar í júlí komið sterkar inn. Eru þar þekktastar Bræðslan á Borgarfirði eystri, sem upphaflega var haldin árið 2005 í tilefni 100 ára afmælis Jóhannesar Kjarvals listmálara, sem var fóstraður þar ungur að árum.

Var Emilíana Torrini fengin til að halda tónleika – sem hún gerði með stakri prýði innan dyra gamallar síldarbræðslu.

Nú í ár má finna listamenn undir merkjum Skálmaldar, Írafárs, Flott, Mugison&KK og Malen á sviðinu en löngu er uppselt á hátíðina sem verður þann 23. júlí.

Önnur vel kunn júlíhátíð er svo Eistnaflug sem haldin er fyrr í mánuðinum, nú í ár helgina 7.-9. júlí. Nafn hátíðarinnar er öfugsnúningur af nafni hátíðarinnar neistaflug, sem haldin er um verslunarmannahelgina, en líkt og Bræðslan var Eistnaflug haldið í fyrsta skipti árið 2005.

Þetta er þriggja daga (þunga) rokkhátíð sem fæstir ættu að láta framhjá sér fara, enda einstakur tónlistarsuðupottur eins og fram kemur á vefsíðu aðstandenda – og jafnvel listamenn á borð við Pál Óskar stigið þar á svið.

Hljómsveitirnar Sólstafir, Dark Funeral, Morpholith, Saktmóðigur og Igorr eru þar nöfn á lista í ár auk þess sem nokkuð verður um að erlendum gestahljómsveitum bregði þar fyrir.

Þriðja hátíð júlímánaðar sem kemst hér á blað er að sjálfsögðu LungA, en fyrst heyrðist af henni um aldamótin 2000.

Þar hefur aðalmarkmiðið verið að vekja athygli á menningu og listum auk þess að virkja sköpunarkraftinn undir sólargeislum dags og nætur. Þetta er fjölsótt hátíð, haldin vikuna 10.-17. júlí og má með sanni segja að þar megi víkka sjóndeildarhringinn á allan hátt. Meðal þess sem gestir geta unnt sér við eru dagleg sjóböð og sauna, bíómyndir, karaókí, listasmiðjur, gjörningar, tónlistar- flutningar, dans og margt fleira nytsamlegt sál og líkama.

Kæti í kjötinu

Hátíðir sem þessar hafa, þrátt fyrir litskrúðugt úrval gesta, farið nokkuð friðsamlega fram. Ef litið er yfir síðustu 30-40 ár eru þó nokkrar sem eru minnisstæðari en aðrar og ef til vill ofboðið sumum.

Mögulega lesendum Tímans þann 9. ágúst árið 1989, en á forsíðunni stóð stórum skýrum stöfum „Fimm þúsund smokka hátíð í Húnaveri“. Þeim sem brugðið hefur, hafa þó sjálfsagt samt sem áður fikrað sig aftar í blaðið, en í opnu þess var um fimmtán hundruð orða grein er lýsti á vel skrifaðan hátt verslunarmannahelgarhátíðinni „Húnaver ́89“ sem Jakob Magnússon Stuðmaður og félagar hans í bandinu stóðu fyrir.

Vísaði fyrirsögn greinarinnar í smokkaþurrð er varð á hátíðinni en þeir bæði seldust upp á svæðinu auk þess sem apótek nærliggjandi bæja voru þurrausin. Haft var eftir Jakobi Magnússyni að þegar hefðu farið í sölu fimm þúsund smokkar og væru frekari birgðir á leiðinni.

Djarflega en varlega

Þessi gífurlega sala hlýtur þó að vekja stolt heilbrigðisyfirvalda – að almenningur skuli verja sig svona vel, en þremur árum áður tröllreið ein minnisstæðasta auglýsingabylgja Íslands yfir, „Smokkaplakötin“ svokölluðu.

Mikið var um ærsl og læti á hátíðinni en þó báru nærsveitarmenn aðkomufólki vel söguna. Það er því gleði- og þakkarvert að svo skuli hafa farið í það skiptið, þrátt fyrir æsilega fyrirsögn, og voru aðstandendur að sama skapi ánægðir.

Útihátíðir er eitthvað sem ber að njóta til fulls, fara djarflega en varlega.

Á döfinni í júlí....
Austurland og Austfirðir

7.-9. júlí Eistnaflug, árleg tónlistarhátíð í Neskaupstað

8.-10. júlí Bæjar- og fjölskylduhátíðin Vopnaskak á Vopnafirði

8.-10. júlí Sumarhátíð UÍA – Íþróttahátíð á Egilsstöðum

9. júlí Dyrfjallahlaupið á Borgarfirði eystri, 12 eða 14 km 

10.-17. júlí Listahátíðin LungA, tónleikar og list á Seyðisfirði 

14.-17. júlí Bæjarhátíðin Útsæðið á Eskifirði, kassabílarallí, kvöldvaka, flugeldasýning og margt fleira Tónlistarhátíðin

23. júlí Bræðslan

Norðurland & Norðausturland

28. júní-10. júlí Hríseyjarhátíð

6.-10. júlí Þjóðlagahátíð Siglufjarðar, dansar, námskeið, tónleikar

14.-17. júlí Húnavaka – Bæjarhátíð sem haldin er á Blönduósi 

15.-17. júlí Miðaldadagar á Gásum við Hörgárósa í Eyjafirði

22.-24. júlí Mærudagar Húsavíkur

23. júlí Fjölskylduhátíðin Trilludagar á Siglufirði, útsýnis- siglingar, trilluball og markaðir

Reykjanes, Suðurland, Suðaustur- & Suðvesturland

3.-10. júlí Landsmót hestamanna á félagssvæði Geysis á Rangárbökkum á Hellu

7.-10. júlí Kótelettan – Fjölskyldu- og tónlistarhátíð á Selfossi 

8.-10. júlí Flughátíðin á Hellu; karamellur, grillveisla og skýlisball 

16.-17. júlí Götubitahátíð í Hljómskálagarðinum, stærsta matarvagna- og götubitahátíð landsins

Vesturland, Norðvesturland & Vestfirðir

7.-10. júlí Sandara- og Rifsaragleði í Snæfellsbæ

9. júlí Bátadagar á Breiðafirði 9. júlí 2022, haldnir af félagi áhugamanna um Bátasafn Breiðafjarðar á Reykhólum. Farið verður til Hvalláturs þar sem rekin var afkastamikil bátasmíðastöð fram á 7. áratug síðustu aldar. 

14.-17. júlí Hlaupahátíð á Vestfjörðum þar sem keppt er í hlaupum, hjólreiðum, sjósundi og þríþraut

16. júlí Ögurball í Súðavík

20.-24. júlí Eldur í Húnaþingi – Bæjarhátíð á Hvammstanga

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...