Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Fréttir 10. nóvember 2020

Vel á fjórða tug geita verða skornar niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hátt á fjórða tug geita munu vera á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé.  Búið er að lóga 16 geitum til rannsókna og að sögn héraðsdýralæknis í Norðvesturumdæmi fannst ekki í þeim riða.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum. „Sem betur fer er ekki mörg tilfelli þar sem geitur hafa verið á bæjum þar sem riða hefur komið upp. Við höfum þegar lógað átta geitum sem hafa verið fluttar nýlega frá bæ þar sem riða kom upp og við rannsókn kom í ljós að þær voru riðufríar. Öðrum átta var svo lógað seinna og þær reyndust einnig lausar við riðu.“

Að sögn Jóns hefur fram til þessa hefur ekki greinst riða í íslenskum geitum til þessa.

Sjúkdómurinn hefur fundist geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

 

Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Ísland, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1500 fjár og að því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu. Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víðtækar rannsóknir skortir sárlega.

„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...