Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Geitfjárstofninn á Íslandi telur innan við 1500 fjár.
Fréttir 10. nóvember 2020

Vel á fjórða tug geita verða skornar niður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hátt á fjórða tug geita munu vera á bæjum á Norðurlandi þar sem riðuveiki hefur greinst í sauðfé.  Búið er að lóga 16 geitum til rannsókna og að sögn héraðsdýralæknis í Norðvesturumdæmi fannst ekki í þeim riða.

Jón Kolbeinn Jónsson, héraðsdýralæknir í Norðvesturumdæmi, segist ekki hafa tölu um fjölda geita í Tröllaskagahólfi á hraðbergi en segir að þær séu á þó nokkrum bæjum. „Sem betur fer er ekki mörg tilfelli þar sem geitur hafa verið á bæjum þar sem riða hefur komið upp. Við höfum þegar lógað átta geitum sem hafa verið fluttar nýlega frá bæ þar sem riða kom upp og við rannsókn kom í ljós að þær voru riðufríar. Öðrum átta var svo lógað seinna og þær reyndust einnig lausar við riðu.“

Að sögn Jóns hefur fram til þessa hefur ekki greinst riða í íslenskum geitum til þessa.

Sjúkdómurinn hefur fundist geitum í Bandaríkjunum og vitað er um tilfelli í Noregi.

 

Anna María Flygenring, formaður Geitfjárræktarfélags Ísland, segir að geitfjárstofninn á Íslandi telji innan við 1500 fjár og að því sé full ástæða til að hafa áhyggjur af honum enda sé hann tæknilega í útrýmingarhættu. Hún segir einnig að ekki hafi greinst riða í íslenskum geitum og ljóst sé að víðtækar rannsóknir skortir sárlega.

„Ekkert ráð virðist koma til greina annað en niðurskurður, en þurfa geiturnar endilega að fylgja sömu reglum og sauðfé? Þær eru öðruvísi, meira að segja genasamsetning þeirra er öðruvísi en sauðfjár,“ segir Anna.

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032
Fréttir 15. apríl 2024

Hverfandi líkur á riðusmiti árið 2032

Í nýrri landsáætlun verður stefnt að því að hverfandi líkur verði að upp komi ri...

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa
Fréttir 15. apríl 2024

Hrútaverðlaun fyrir Gullmola og Blossa

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var í Ásgarði Landbúnaðarháskóla Ísla...

Sláturhús brann til grunna
Fréttir 12. apríl 2024

Sláturhús brann til grunna

Sláturhúsið í Seglbúðum í Landbroti brann til grunna þann 1. apríl.