Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Evrópusamtök bænda Copa Cogeca fara fram á brýnar aðgerðir og að baráttan gegn skógareyðingu eigi ekki að stofna samkeppnishæfni landbúnaðar- ogCM skógargeirans í Evrópusambandinu í hættu.
Evrópusamtök bænda Copa Cogeca fara fram á brýnar aðgerðir og að baráttan gegn skógareyðingu eigi ekki að stofna samkeppnishæfni landbúnaðar- ogCM skógargeirans í Evrópusambandinu í hættu.
Mynd / moderndiplomacy.eu
Á faglegum nótum 5. október 2022

Vaxandi flækjustig og truflun í aðfangakeðjunni

Höfundur: ehg

Evrópuþingið samþykkti á dögunum tillögur í skýrslu um skógareyðingu sem sendir sterk skilaboð til landbúnaðar- og skógræktargeirans sem hefur miklar áhyggjur af vaxandi flækjustigi og truflun í aðfangakeðjunni.

Evrópusamtök bænda Copa Cogeca fara fram á brýnar aðgerðir og að baráttan gegn skógareyðingu eigi ekki að stofna samkeppnishæfni landbúnaðar- og skógargeirans í Evrópusambandinu í hættu.

Skógarvinnsla í Evrópu. Mynd /wilderness-society.org


Matvælaverð og fæðuöryggi

Evrópusamtökin Copa Cogeca leggja áherslu á að þessar nýju tillögur trufli ekki vöruframboð né hafi áhrif á matvælaverð og fæðuöryggi. Samtökin hafa mótmælt því að maís verði sett á lista yfir viðkomandi vörur innan ramma reglugerðarinnar. Í yfirlýsingu frá samtökunum segir: „Á tímum þegar við stöndum frammi fyrir bráðri kreppu á landbúnaðarmatvælamörkuðum á vettvangi ESB og á heimsvísu, þar sem korn- og búfjárframleiðendur eru undir miklu álagi, er Evrópuþingið að ákveða að bæta enn meiri fjárhagslegum og stjórnunarlegum byrðum á þá.

Framkvæmdastjórnin lýsti því skýrt í áhrifamati sínu, að ef maís yrði tekinn undir gildissvið reglugerðarinnar, þurfi það mjög mikið átak og umtalsverða fjárhagslega og stjórnsýslulega byrði, með takmarkaðri arðsemi hvað varðar að stemma stigu við eyðingu skóga sem knúin er áfram af neyslu Evrópusambandsins. Á hinn bóginn hörmum við skort á reyrsykri í tillögum Evrópuþingsins þegar kemur að vörum. Reyrsykur er meðal tíu söluhæstu landbúnaðarvara í heiminum.“

Fjölbreytileiki alþjóðlegra skóga

Evrópuþingið setti margar tillögur inn í skýrsluna án þess að fram hafi farið almennilegt mat á áhrifum á framkvæmd þeirra á vettvangi. Ein slík er skilgreining á niðurbroti skóga sem ætti að vera framkvæmanleg og í samræmi við tilmæli Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna og þannig aðlöguð að fjölbreytileika skóga um allan heim. Skilgreiningar og skilningur á fjölbreytileika alþjóðlegra skóga og staðbundnum aðstæðum telja Evrópusamtökin afar mikilvægt að hafa í huga.

Copa Cogeca er reiðubúið að leggja sitt af mörkum til að gera skógareyðingartillöguna í samræmi við markmiðin sem framkvæmdastjórnin setur og tryggja þannig að allar viðbótarreglur sem lagðar séu fram tryggi jöfn samkeppnisskilyrði fyrir bændur í Evrópusambandinu, skógareigendur og samvinnufélög þeirra taki tillit til margbreytileika alþjóðlegra aðfangakeðja.

Skylt efni: Skógareyðing

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...