Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar
Á faglegum nótum 7. október 2021

Væntingar sauðfjárbænda til nýrrar ríkisstjórnar

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

Niðurstöður kosninga til Alþingis 25. september voru skýrar. Ríkis­stjórnarflokkarnir styrktu stöðu sína og eru, þegar þetta er skrifað, í samtali um áframhaldandi stjórnarsamstarf. Sauðfjár­bændur hafa væntingar um að ný ríkisstjórn bregðist með skjótum hætti við þeirri stöðu sem greinin er í. Rekstur sauðfjárbúa hefur verið afar erfiður á undanförnum árum, eins og myndin hér fyrir neðan gefur skýrt til kynna.

Myndin hér fyrir ofan sýnir þróun framleiðslukostnaðar, afurðatekna og opinbers stuðnings fyrir árin 2014–2019 reiknað á hvert kg af innlögðu dilkakjöti. Gögnin eru byggð á verkefni RML um rekstur og afkomuvöktun sauðfjárbúa en eru fengin úr skýrslu LbhÍ sem kom út fyrr á þessu ári. Afurðatekjur eru tekjur af seldu dilkakjöti, kjöt af fullorðnu fé, seldri ull, heimanot og seldu líffé.

Opinberar greiðslur eru tekjur vegna greiðslumarks, beingreiðslna í ull, gæðastýringargreiðslur, býlisstuðningur og svæðisbundinn stuðningur. Punktarnir fyrir ofan súlurnar gefa til kynna áætlaðan framleiðslukostnað hvers árs. Í gögnum RML er framleiðslukostnaður reiknaður sem heildarútgjöld án fjármagnsliða og afskrifta. Þá er launakostnaður í gögnum RML mjög hóflegur. Hér er farin sú leið að áætla fjármagnsliði, afskriftir og leiðréttingu á launalið með því að bæta 20% ofan á framleiðslukostnað eins og hann er settur fram í skýrslu LbhÍ.

Afkomuvöktun sauðfjárræktar 2017-2019:

https://www.rml.is/static/files/RML_Frettir/2021/afkomuvoktun-2017_2019-yfirlit.pdf

Afkoma sauðfjárræktar á Íslandi og leiðir til að bæta hana:

https://www.lbhi.is/sites/lbhi.is/files/gogn/vidhengi/rit_lbhi_nr_142.pdf

Fyrr á þessu ári kom út skýrsla á vegum atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, unnin af Landbúnaðarháskóla Íslands. Í skýrsl­unni er lögð fram aðgerðaráætlun til bættrar afkomu sem má draga saman svona:

  • Að halda áfram að leita leiða til að draga úr framleiðslukostnaði
  • Að ná hærra afurðaverði til bænda, með því að:
    • Stuðla að hagræðingu í rekstri sláturhúsa
    • Hagkvæmara fyrirkomulagi í útflutningi

Það er krafa sauðfjárbænda að horft verði til þessara tillagna þegar kemur að því að skapa greininni rekstrarskilyrði sem tryggir bændum viðunandi afkomu af sínum rekstri.

Unnsteinn Snorri Snorrason
verkefnastjóri hjá Bændasamtökum Íslands

Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...