Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ísafjörður. Tjaldstæðið í Tungudal í Skutulsfirði.
Ísafjörður. Tjaldstæðið í Tungudal í Skutulsfirði.
Mynd / HKr.
Líf og starf 9. júní 2020

Útilegukortið hefur aðdráttarafl og eykur viðskipti á viðkomandi svæði

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Frá árinu 2006 hefur fyrirtækið Útilegukortið ehf. gefið út samnefnt aðgangskort að tjaldstæðum á Íslandi sem það hefur gert samninga við. Þetta hefur mælst afar vel fyrir og hafa mörg verkalýðsfélög niðurgreitt slík kort til sinna félagsmanna. 
 
Markmiðið með stofnun Útilegu­kortsins er að gefa íslenskum og erlendum ferðamönnum kost á því að ferðast um Ísland á ódýran og hagkvæman hátt með gistingu á sérvöldum tjaldsvæðum um landið.
 
Útilegukortið gildir á viðkomandi tjaldsvæðum á meðan tjaldsvæðin eru opin fyrir almenning út árið 2020 en þó ekki lengur en til 15. september. Útilegukortið kostar fullu verði aðeins 19.900 krónur.
 
Niðurgreiðslur verkalýðsfélaga eru misjafnar en nema í sumum tilfellum fast að helmingi þessa gjalds. 
 
Kortið veitir tveim fullorðnum og fjórum börnum undir 16 ára aldri fría gistingu á tjaldsvæðum samstarfsaðila Útilegukortsins í allt að 28 gistinætur á hverju starfsári þess. Að vísu þurfa gestir að greiða sérstaklega gistináttagjald og fyrir rafmagn á tjaldstæðum ef það er notað. 
 
Engin takmörk eru fyrir því hve oft má koma á hvert tjaldsvæði innan gistináttanna 28 en einungis má gista í fjórar nætur samfellt í hvert skipti. Útilegukortið gildir fyrir tjöld, tjaldvagna, fellihýsi, hjólhýsi og húsbíla.
 
Útilegukortið eykur viðskipti í viðkomandi sveitarfélagi
 
Útilegukortið hefur greinilega haft mikil áhrif á ferðir fólks um landið. Greinilegt er að þau tjaldstæði sem eru skráð á Útilegukortið eru oft ásetnari en önnur. Því fjær höfuðborginni sem tjaldsvæðin eru því mikilvægara virðist vera að þau bjóði fólki upp á að það geti þar nýtt Útilegukortið. Það dregur að fólk sem annars kæmi síður eða alls ekki. 
 
Sveitarfélög sem oft reka þessi tjaldstæði sjá því augljósan hag í að taka þátt í þessu, jafnvel þótt beinar tekjur fyrir leigu á hverju tjaldstæði kunni að vera minni fyrir hvern einstakling en ella. Ástæðan er einföld. Aukin aðsókn að tjaldstæðum dregur fólk að þeim þéttbýliskjörnum sem þar eru í nágrenninu.
 
Ferðafólk sem kemur á þessi tjaldstæði er að sækjast eftir upplifun og það þarf líka að nærast. Koma þess á tjaldstæðin skapar því umtalsverða veltu í þeim samfélögum þar sem þau eru. Þetta hafa sveitarfélög í auknum mæli verið að átta sig á og má greinilega sjá þess merki víða um land. 
 
SUÐURLAND
 
• Kleifarmörk
• Langbrók
• Álfaskeið
• Skjól
• Hella Gaddstaðaflatir
• Stokkseyri
• Þorlákshöfn
• Grindavík
• Sandgerði

VESTURLAND

• Þórisstaðir
• Varmaland
• Traðir, á Eyrunum
• Grundarfjörður
 
VESTFIRÐIR
 
• Grettislaug á Reykhólum
• Drangsnes
• Flókalundur
• Patreksfjörður
• Tungudalur (Ísafjörður)
• Bolungarvík

NORÐURLAND

• Hvammstangi
• Skagaströnd
• Sauðárkrókur
• Siglufjörður
• Ólafsfjörður
• Lónsá
• Heiðarbær
• Kópasker
• Raufarhöfn
• Þórshöfn
• Möðrudalur – Fjalladýrð
 
AUSTURLAND
 
• Seyðisfjörður
• Reyðarfjörður
• Eskifjörður
• Norðfjörður
• Fáskrúðsfjörður
• Stöðvarfjörður

 

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f