Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona, fékk þá hugmynd í upphafi kórónuveirufaraldursins að útbúa netsíðuna lykkjustund.is sem er prjónareiknivél og opin fyrir alla. Síðastliðna þrjá mánuði hafa heimsóknir inn á síðuna verið um tvö þúsund á mánuði að meðaltali. Instagram-síða lykkjustundar er https://www.instagram.com/lykkjustund/.
Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona, fékk þá hugmynd í upphafi kórónuveirufaraldursins að útbúa netsíðuna lykkjustund.is sem er prjónareiknivél og opin fyrir alla. Síðastliðna þrjá mánuði hafa heimsóknir inn á síðuna verið um tvö þúsund á mánuði að meðaltali. Instagram-síða lykkjustundar er https://www.instagram.com/lykkjustund/.
Líf og starf 16. nóvember 2020

Útbjó prjónareiknivél í COVID-faraldrinum

Höfundur: Erla Hjördís Gunnarsdóttir

Borgnesingurinn Nanna Einarsdóttir, forritari og prjónakona, fékk þá hugmynd í upphafi kórónuveirufaraldursins að útbúa netsíðuna lykkjustund.is sem er prjónareiknivél, en þar má finna grunn að algengum prjónaverkefnum. Nanna segir þetta skemmtilegt gæluverkefni sem hún vonast til að veiti fleiri prjónurum frelsi til að gera sín eigin prjónastykki. 

Á lykkjustund.is má finna grunn að algengum prjónaverkefnum. Reiknivélin útbýr uppskriftir í réttri stærð fyrir allar gerðir af garni bæði fyrir börn og fullorðna. 

„Þetta eru einfaldar uppskriftir sem eru kjörnar fyrir byrjendur jafnt sem lengra kona sem vilja prófa sín eigin mynstur. Útreikningar sem fylgja prjónaskap geta verið tímafrekir og flóknir, sér í lagi ef uppskriftir passa ekki garni eða prjónfestu notandans. Með síðunni er hægt að spara sér tíma í undirbúning og nýta tímann frekar í prjónaskapinn. Það er gríðarleg vinsældabylgja í prjóni í gangi sem tókst á loft þegar samkomubannið skall á og er það mikill meðbyr fyrir Lykkjustund. Sést það bæði á auknum fjölda prjónara sem og opnunum prjónabúða, fjölda uppskriftahöfunda sem er að stíga fram og grósku í framleiðslu handlitaðs garns,“ útskýrir Nanna. 

Haust.

Samhæfir forritun og prjónaskap

Nanna segist hafa farið rólega af stað í að kynna síðuna en er gríðarlega ánægð með þær jákvæðu viðtökur sem hún hefur fengið. 

„Þarna inni eru grunnuppskriftir að algengustu prjónaflíkum, sokkar, húfar og vettlingar sem aðlagast að garntegund. Ef maður veit prjónfestuna sína með viðkomandi garntegund og prjónum getur maður fengið uppskrift sem hægt er að aðlaga sjálfur með prjónfestureikninum. Mín von er að þetta hjálpi fólki við að útfæra hugmyndir sem það fær. Fólk setur inn prjónfestuna og hvaða stærð viðkomandi vill og þá fær sá hin sami þær upplýsingar sem hann þarf,“ segir Nanna og bætir við:

„Ég er rafmagnsverkfræðingur að mennt og hef starfað við hugbúnaðarþróun síðastliðin 7 ár en ég byrjaði á svipuðum tíma í því og að prjóna. Þannig að þetta eru tvær ástríður sem ég tengi saman með þessu. Ég fæ hvort sína forritunaránægjuna út úr þessu, gæluverkefnið sem er af minni skala en í vinnunni hjá Anker Solutions þar sem ég tekst á við risastór vandamál og þar eru stærri áskoranir. Mikið af reikningsvinnunni fyrir lykkjustundina var ég búin að gera áður í mínum eigin prjónaskap en ég hef alltaf haft áhuga á að gera mitt eigið í prjóni svo þá var bara forritunarvinnan eftir, innan gæsalappa. Ég hefði ekki gefið mér tíma í það ef ekki hefði verið fyrir skipanir um að vera heima hjá sér. Allt í einu var ég í lausagangi og gat sinnt þessu. Ég gaf út fyrstu uppskriftina á síðunni í vor og hef verið að prjóna við hana síðan þá. Þegar ég er ekki að forrita síðuna get ég verið að prjóna svo það er gott að hafa það viðfangsefni samhliða.“ 

Sokkar.

Vettlingar.

Skylt efni: prjón | hannyrðir

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.