Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Deilur eru á Bretlandseyjum um réttmæti þess að sauðfé gangi á svæðum utan láglendis og sumir vilja fé burt af heiðalöndunum.
Deilur eru á Bretlandseyjum um réttmæti þess að sauðfé gangi á svæðum utan láglendis og sumir vilja fé burt af heiðalöndunum.
Mynd / Rick Barrett
Utan úr heimi 27. september 2023

„Sauðirnir verða að fara“

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Á Bretlandseyjum hefur undanfarið verið tekist á um hvort sauðfé megi ganga á hálendi.

Breskir fjölmiðlar hafa frá því í vor fjallað um harðvítugar deilur þar sem fólk vill ýmist fé burt af breskum heiðalöndum og stöðvun niðurgreiðslna til greinarinnar, eða berst með oddi og egg fyrir tilverurétti sauðfjár ofan láglendis.

Það var Ben Goldsmith, fyrrverandi ráðgjafi umhverfis-, matvæla- og dreifbýlisráðuneytisins og bróðir fyrrverandi Tory-þing- mannsins Zacs Goldsmith, sem vakti hörð viðbrögð er hann viðhafði m.a. þau ummæli að sauðfé væri einhver helsta hindrun í vegi þess að friðlýst svæði Bretlands döfnuðu. Hann telur að ekki eigi að niðurgreiða sauðfjárrækt og fullyrti að Bretland væri fátækara en ella af villtum blómum, fuglasöng og dýralífi yfir höfuð, vegna beitar milljóna sauðfjár.

Fleiri nautgripi en færra sauðfé

„Sauðirnir verða að fara,“ skrifaði Goldsmith á samfélagsmiðlum. Í efnahagslegu tilliti væri sauðfjárrækt ólífvænleg og gengi aðeins vegna styrkja skattgreiðenda. Mikilvægi hennar fyrir fæðuöryggi þjóðarinnar væri óverulegt. Meðalaldur sauðfjárbænda hækkaði stöðugt og tekjur þeirra yrðu sífellt rýrari.

„Sauðfé hefur hræðileg áhrif á vatnasvæði okkar, þjappar jarðveg, eyðir gróðri og eykur þannig jarðvegseyðingu, flóð og árstíðabundna þurrka. Þetta kostar landið milljarða á hverju ári,“ sagði hann.

Goldsmith, sem er í dag forstjóri fjárfestingafyrirtækisins Menhaden og yfirlýstur umhverfissinni, telur nautgriparækt hins vegar bæði mikilvæga og hagkvæma og hana eigi að auka á kostnað sauðfjárhalds.

Sauðféð á sér öfluga talsmenn og eru viðbrögð á þá leið að Goldsmith fari með staðlausa stafi og landbúnaðarsaga Bretlands sé til marks um það.

Allt tal um að fjarlægja fé af hálendi sé algerlega úr takti við raunveruleikann. Kjötið og ullin séu ekki aðeins mikilvæg fyrir staðbundið hagkerfi heldur mjög eftirsótt af bæði heimamönnum og gestum.

Einfeldningslegt og óupplýst viðhorf

Landssamtök breskra sauðfjárbænda sendu frá sér yfirlýsingu vegna málsins þar sem kom fram að skoðanir Goldsmiths og fylgismanna hans væru ögrandi og sýndu einfeldningslegt og óupplýst viðhorf til mikilvægs landbúnaðargeira.

Fjölmiðillinn The Scottish Farmer segir uppþotið hafa vakið reiði gjörvalls landbúnaðarsamfélagsins. Í sama streng tóku National Sheep Association (NSA), hagsmunasamtök breskra sauðfjárframleiðenda.

„Sauðfé hefur verið á Bretlandseyjum frá því að nýneolithískir landnemar komu hér að ströndum fyrir um 3000 f.Kr. – fyrir 5.000 árum,“ sagði framkvæmdastjóri NSA, Phil Stocker.

„Það hefur átt sinn þátt í að móta og viðhalda því landslagi sem við sjáum og njótum í dag, þar með talið 9 af 13 þjóðgörðum Englands sem staðsettir eru á hálendissvæðum. Það er engin tilviljun að flestir þjóðgarðar okkar eru á svæðum þar sem graslendi og sauðfé hefur verið ríkjandi kynslóðum saman. Hið einstaka umhverfi, sem starfar oftast í sátt við sauðfjárrækt, er afar dýrmætt í tengslum við vatnsbúskap og landgæði, kolefnisbindingu og náttúru og gefur fólki félagslegan og heilsufarslegan ávinning,“ sagði Stocker.

Fimmtán milljónir sauðfjár

NSA hafnar því að sauðfjárbeit ofan láglendis hafi skaðleg áhrif og nefnir sem dæmi að 53% svæða í uppsveitum Bretlands, sem fylgst er sérstaklega með, teljist nær öll í jafnvægi eða vistkerfislegum bata.

Fjöldi sauðfjár á Bretlandi jókst um 2% árið 2022 og varð þá hátt í 15 milljónir, skv. opinberum upplýsingum. Árleg lambakjötsneysla pr. íbúa var um 4,7 kg árið 2016 skv. OECD-FAO Agricultural Outlook.

Skylt efni: Bretland

„Spjallað“ við kýr
Á faglegum nótum 9. janúar 2023

„Spjallað“ við kýr

Atferli, hegðun, útlit og ástand nautgripa getur gefið gríðarlega mikilvægar upp...

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Skógarbændur og Bændasamtök Íslands

Á aðalfundi Landssambands skógareigenda (LSE) sem haldinn var í Borgarnesi í maí...

Lífræn framleiðsla – nú er lag
Á faglegum nótum 5. janúar 2023

Lífræn framleiðsla – nú er lag

Á undanförnum árum hefur VOR látið til sín taka með ýmsum hætti til að hvetja ti...

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið
Á faglegum nótum 3. janúar 2023

Eitur á alltaf að vera síðasta úrræðið

Meindýr eru skaðvaldar í garð- og skógrækt og óvelkomnir gestir sem flestir vild...

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna
Á faglegum nótum 2. janúar 2023

Ýmsir vankantar við smíði nýju norrænu næringarráðanna

Vinna við norrænu næringarráðin (NNR), sem Norræna ráðherra­nefndin heldur utan ...

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022
Á faglegum nótum 30. desember 2022

Um niðurstöður lambadóma haustið 2022

Í heildina var útkoma lamba í haust góð. Meðalfallþungi á landinu var 16,6 kg og...

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?
Á faglegum nótum 28. desember 2022

Lífrænn úrgangur: höfuðverkur eða tækifæri?

Hér á landi fellur til gríðarlegt magn af lífrænum úrgangi á öllum stigum samfél...

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs
Á faglegum nótum 27. desember 2022

Skýrsluhald – heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til matvælar...