Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016
Á faglegum nótum 9. maí 2022

Úrvalsnýting nautanna sem voru fædd 2016

Höfundur: Guðmundur Jóhannesson ráðunautur í nautgriparækt - mundi@rml.is

Sú hefð hefur skapast að sýna niðurstöður afkvæmarannsókna á nautum með því að draga saman úrvalsnýtingu innan hvers árgangs á myndrænan hátt. Með þessu má gera sér nokkra grein fyrir hvaða áhrif ætla má að komi fram í kúastofninum með notkun þeirra nauta sem valin eru til framhaldsnotkunar.

Í fyrstu skulum við skoða hvað er verið að mæla á þennan hátt. Úrvalsnýting fyrir ákveðinn eiginleika sýnir yfirburði þeirra nauta, sem valin eru til framhaldsnotkunar, í samanburði við það sem mögulega hefði mátt ná fram ef aðeins hefði verið valið fyrir þeim eiginleika og engum öðrum. Þegar valið er fyrir mörgum eiginleikum á sama tíma er illmögulegt að ná fram jákvæðu vali fyrir þeim öllum á sama tíma. Ástæða þess er ekki hvað síst að margir þeirra eiginleika sem valið er fyrir eru neikvætt tengdir innbyrðis og því verður sú útkoma ákaflega ólíkleg.

Hér verður litið á úrvalsnýtingu nauta sem fædd voru 2016 en afkvæmadómi þeirra er nýlokið og ljóst að ekki munu fleiri naut koma til framhaldsnotkunar úr árganginum. Þessi árgangur var tiltölulega stór á okkar mælikvarða en hann taldi 31 naut. Til áframhaldandi notkunar komu tólf naut, bæði mislengi og mismikið. Segja má að valið hafi verið nokkuð strangt og kröfurnar miklar til þeirra nauta sem komast til notkunar sem reynd naut.

Ef litið er á þá mynd sem kemur fram með nautin frá 2016 er hún fremur hagstæð, það er úrvalsnýtingin er jákvæð fyrir flestum eiginleikum. Gagnvart þeim eiginleikum sem snúa útliti og notagildi kúnna er hún mjög jákvæð en sýnu lakari hvað afurðaeiginleikana snertir. Þetta þýðir áhrif þessara nauta verða að öllum líkindum sterk hvað útlitsþætti varðar sem og eiginleika eins og mjaltir og skap. Eðlilega kemur hæst úrvalsnýting fram í heildareinkunn enda sú einkunn sem ræður hvað mestu um val nautanna. Annað sem óneitanlega vekur athygli er hve há úrvalsnýting þessa árgangs er fyrir eiginleika eins og mjaltir og skap. Þess er því að vænta að áhrif 2016 árgangsins verði þau að bæta mjög þessa eiginleika í kúastofninum.

Ef við berum úrvalsnýtingu þessa árgangs saman við úrvalsnýtingu nautanna frá 2013, 2014 og 2015 er hún lakari hvað afurðaeiginleikana varðar. Hvað júgur, spena, mjaltir, skap og endingu snertir er hún betri en hjá 2013 og 2014 árgöngunum og nokkuð áþekk 2015 árganginum.

Þessi niðurstaða ásamt niður­stöðunni fyrir síðustu árganga sýnir að verulegra framfara er að vænta hvað snertir júgur- og spenagerð á komandi árum auk þess sem við getum vænst mikilla framfara hvað mjaltir og skap snertir. Framgangur afurðaeiginleikanna verður eitthvað hægari. Neikvæðasta niðurstaðan er sú að úrvalsnýtingin gagnvart frjósemi er neikvæð. Þó verður að hafa í huga að meðaleinkunn þeirra nauta sem valin voru til framhaldnotkunar fyrir frjósemi er vel yfir 100.

Niðurstaðan segir okkur fyrst og fremst að þessi nautaárgangur er góður til úrvals því þar komu fram margir einstaklingar sem ná að sameina mikla kosti í mörgum eiginleikum sem færa munu íslenska kúastofninn í rétta átt.

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...