Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Lífræni úrgangurinn fer í gegnum hakkavél og blandast í framhaldinu við stoðefni, sem er að langmestu leyti timburkurl úr úrgangstimbri sem fellur til í Eyjarfirði. Auk timburkurls er pappír úr grenndargámum á Akureyri blandað saman við og er tætt á staðnum.
Lífræni úrgangurinn fer í gegnum hakkavél og blandast í framhaldinu við stoðefni, sem er að langmestu leyti timburkurl úr úrgangstimbri sem fellur til í Eyjarfirði. Auk timburkurls er pappír úr grenndargámum á Akureyri blandað saman við og er tætt á staðnum.
Mynd / MÞÞ
Líf og starf 1. febrúar 2022

Urðun á lífrænum úrgangi verður bönnuð á næsta ári

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

„Meðhöndlun lífræns úrgangs, líkt og gert er í Moltu, skilar miklum umhverfisávinningi þar sem losun gróðurhúsalofttegunda af lífrænum úrgangi minnkar umtalsvert samanborið við hefðbundna urðun. Fyrir hvert kíló af matarleifum sem fara í jarðvegsgerð minnkar losun á CO2 út í andrúmsloftið um rúmlega eitt kíló,“ segir í frétt á vefsíðu Vistorku.

Þar segir að þrátt fyrir að rúmur áratugur sé liðinn frá því Akureyringar og nærsveitungar þeirra hófust handa við að flokka matarleifar sé nauðsynlegt að halda áfram á lofti upplýstri umræðu um mikilvægi þessarar loftslagsaðgerðar, enda ekki víst að bæjarbúar átti sig á hversu mikilvægt það er fyrir umhverfið að flokka allar matarleifar í stað þess að urða það með almennu sorpi.

Þá er einnig ljóst að mörg heimili á Akureyri og nágrenni flokka ekki lífrænan úrgang og því sé ljóst að hægt sé að bæta sig á því sviði. „Þú ert orkugjafi“ er heiti á átaki sem Akureyrarbær, Vistorka og Molta standa sameiginlega að og er ætlað að minna á mikilvægi þess að flokka matarleifar rétt og búa þannig til orku.

Ávinningur af réttri flokkun fyrir samfélagið sé ótvíræður. Áhrif jarðgerðar hjá félaginu Moltu á kolefnisbókhald Íslands felst í því, að í stað þess að urða lífrænan úrgang þar sem myndast metan verði til koltvísýringur en metan er 25-30 sinnum öflugri gróðurhúsalofttegund en koltvísýringur. Loftslagsávinningur jarðgerðar Moltu, borið saman við urðun, er um 10.000 tonn af koltvísýringi á hverju ári, eða sem jafngildir árlegum útblæstri um 4.000 fólksbíla.

Umhverfisávinningurinn er ekki eina markmið jarðgerðarstöðvarinnar. Líkt og nafnið gefur til kynna er þar framleidd molta sem er góður jarðvegsbætir og hægt að nýta með ýmsum hætti. „Mikilvægt er að allar matarleifar skili sér í jarðgerð því rétt meðhöndlun á lífrænum úrgangi er alvöru loftslagsaðgerð.“

Ný lög um úrgang og skattur á almennt sorp

Í janúar á næsta ári, 2023, taka gildi lög um bann við urðun á lífrænum úrgangi.

„Það er því ekki lengur spurning um hvort allir landsmenn, fyrirtæki og stofnanir taki þátt í að flokka lífrænt sorp, heldur hvenær það gerist,“ segir á vefsíðu Vistorku.
Til mikils sé því að vinna og mikilvægt að heimili, fyrirtæki og veitingahús, svo dæmi sé tekið, hefjist handa við að flokka sérstaklega lífrænan úrgang. Í janúar 2023 mun einnig koma til skattur á almennt sorp sem endar á urðunarstað. Rétt flokkun á úrgangi mun því skipta heimili og fyrirtæki miklu máli; hvort sem er efnahagslega eða umhverfislega.

Gæta vel að hvað fer í körfuna

Bent er á að gæta þurfi vel að því sem fer í grænu körfuna/brúnu tunnuna þar sem aðskotahlutir eins og málmar og plast geta skemmt vélbúnað Moltu og dregið úr gæðum moltunnar sem jarðvegsbæti.

Moltan er nýtt af einstaklingum, sveitarfélögum og opinberum stofnunum, meðal annars í Lystigarðinum og á golfvellinum á Akureyri og til uppgræðslu á Glerárdal og Hólasandi. Að hluta til kemur moltan í stað tilbúins innflutts áburðar sem eykur enn á umhverfisávinning starfseminnar. Moltan er aðgengileg öllum bæjarbúum Akureyrar þeim að kostnaðarlausu. 

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...