Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Matreiðslubækur Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra frá því upp úr 1940 hafa varðveist vel og voru efniviður í bókina Uppskriftir stríðsáranna.
Matreiðslubækur Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra frá því upp úr 1940 hafa varðveist vel og voru efniviður í bókina Uppskriftir stríðsáranna.
Fréttir 9. september 2020

Uppskriftabók úr íslenskum eldhúsum eftir stríð

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Á síðasta ári kom út frá Espólín-forlagi matreiðslubókin Upp­skriftir stríðsáranna eftir Önnu Dóru Antonsdóttur og Kristrúnu Guðmundsdóttur. Með bókinni vilja þær halda á lofti merki formæðra sinna en uppskriftir í bókinni eru teknar úr matreiðslubókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra en þær stunduðu báðar nám við Kvenna­skólann á Blönduósi og voru uppskriftabækur þeirra afrakstur matreiðslunáms við skólann.

Sigurlaug frá Tjörn (f.1924) stundaði nám við Kvennaskólann á Blönduósi veturinn 1943-1944 en Guðbjörg (f.1919 d. 2013) veturinn 1939-1940. Báða þessa vetur voru Sigurlaug Björnsdóttir frá Kornsá matreiðslukennari og Sólveig Sövik skólastýra. Í matreiðslubókinni Uppskriftir stríðsáranna segir:


„Kvennaskólinn á Blönduósi var lyftistöng í lífi húnvetnskra og skagfirskra kvenna í lok nítjándu aldar og fram eftir þeirri tuttugustu. Húsmæðurnar skynjuðu það og skildu. Þær sendu dætur sínar í þessa menntastofnun sem þær höfðu sjálfar trú á. Bækurnar (systranna) bera þess menjar að hafa verið í mikilli notkun en uppskriftirnar voru, þegar grannt var að gáð, hluti daglegs mataræðis eftirstríðsáranna og lengur, á alþýðuheimilum þessa lands.“


Höfundar bókarinnar Uppskriftir stríðsáranna flétta skemmtilega saman hinum gömlu uppskriftum með textum dagsins og hugleiðingum um það sem er efst á baugi í samtímanum, rifja upp þætti úr kvennafræðslu og krydda síðan með heilræðum úr smiðju Kvennaskólans. Hér fylgja tvær uppskriftir úr bókinni:

Prinsessusúpa
  • 1 ½ l kjötsoð
  • 1 ¼ hvítkálshöfuð
  • Gulrófa – gulrætur
  • 40 g smjör
  • 40 g hveiti
  • 2 msk. rjómi
  • 1 eggjarauða – gott kjötsoð
Aðferð:
Konan sker þvegið grænmeti í smábita og hitar á pönnu. Lætur sjóða í tíu til fimmtán mínútur. Þá er grænmetið tekið upp úr og látið í súpuskál. Bakar saman smjör og hveiti og hræri smám saman út með soðinu, lætur sjóða. Rjóminn og eggin hrærð saman og jafnað síðan út í súpuna, má ekki sjóða! Og úr verður prinsessusúpa.
Snjóbúðingur
  • 1-2 dl rjómi
  • 2 msk. sykur
  • 3 bl. matarlím
  • 2 msk. heitt vatn
  • 1 tsk. vanilludropar
  • Berjasulta, makkarónur eða smákökur

Aðferð:
Matarlímið lagt í kalt vatn og látið liggja í stund. Rjóminn þeyttur og droparnir og sykri hrært saman við. Matarlímið hrært út í heita vatninu og látið renna og hrært gætilega saman við rjómann. Og síðan sett í mót sem er bleytt og sykri stráð. Og látið í lögum svo sultan og smákökurnar séu innan í og þær þurfa að vera brotnar í smábita. Rjóminn skal vera allt í hring. 

Kristrún Guðmundsdóttir og Anna Dóra Antontsdóttir gáfu út matreiðslubókina Uppskriftir stríðsáranna á síðasta ári en í henni má finna uppskriftir úr matreiðslubókum systranna Guðbjargar og Sigurlaugar Sveinsdætra.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...