Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Uppruni, saga og þróun
Á faglegum nótum 6. október 2015

Uppruni, saga og þróun

Höfundur: Vilmundur Hansen

Rannsóknasetur í safnafræðum við Háskóla Íslands sendi nýlega frá sér bók þar sem fjallað er um uppruna og sögu fjórtán byggðasafna í landinu.

Sigurjón Baldur Hafsteinsson, prófessor í safnafræði við Háskóla Íslands, sem er ritstjóri bókarinnar, segir að í henni sé að finna fjórtán ritgerðir um jafnmörg byggðasöfn á landinu ásamt inngangi.

„Í innganginum fjalla ég um sögu byggðasafnanna á landinu, mótunarár þeirra, hvatann fyrir stofnun þeirra og hverjir lögðu þar hönd á plóg. Í ritgerðunum er svo fjallað um það hvernig starf safnanna hefur mótast og þróast á hverjum stað fyrir sig.“

Búnaðarsamtökin dyggir stuðningsaðilar

Elsta safnið sem fjallað er um í bókinni er byggðasafnið á Ísafirði sem er stofnað 1941. Sigurjón segir að í flestum tilfellum sé töluverður aðdragandi að stofnun byggðasafna en að þau eigi mörg það sameiginlegt að Ragnar Ásgeirsson, ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, kom þar að málum.

„Ragnar var á sínum tíma ráðinn af Búnaðarsamtökunum til að sinna málefnum byggðasafnanna og kom við sögu við stofnun fjölmargra þeirra. Þegar saga byggðasafnanna er skoðuð kemur greinilega í ljós að Búnaðarsamtökin voru dyggir stuðningsaðilar þess að byggðasöfnunum var komið á fót. Þau samþykktu ályktanir þess efnis að hið opinbera ætti að hvetja til stofnunar byggðasafna og leggja til fjármagn svo að slíkt væri mögulegt. Ungmennafélögin í landinu voru einnig hvetjandi þáttur í stofnun margra þeirra en að mínu mati voru Búnaðarsamtökin afgerandi hvað það varðar.“

Sigurjón segir að byggðasöfnin byggi oft mikið á söfnum áhugasamra einstaklinga sem hafi viðað að sér alls kyns munum og flytja þá síðan á sameiginlegt byggðasafn. „Í raun eru byggðasöfn samsett að munum sem þúsundir einstaklinga um allt land hafa fært þeim að gjöf.“

Fyrri bók af tveimur

Höfundar ritgerðanna í bókinni eru blanda af safnafólki, safnstjórum og fyrrverandi nemendum í safnafræði og sérfræðingum í safnafræðum. Að sögn Sigurjóns eru byggðasöfn á landinu milli 30 og 40 og söfnin sem fjallað er um í þessari séu þau rótgrónustu.

„Hugmyndin er að gefa út aðra svipaða bók á næstu árum þar sem fjallað verður um fleiri byggðasöfn og að lokum öll í landinu. Það vantar til dæmis tilfinnanlega umfjöllun um byggðasöfn á Austfjörðum í bókina, Minjasafnið á Akureyri, Stykkishólmi og Pakkhúsið á Ólafsfirði svo dæmi séu tekin.“

Aðspurður segir Sigurjón að skilgreiningin á byggðasafni sé stofnun sem sinnir söfnum og varðveislu muna og menningararfs í nærsamfélaginu og heimahéraði.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...