Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Uppgræðsla Arnórsstaða
Á faglegum nótum 16. febrúar 2023

Uppgræðsla Arnórsstaða

Höfundur: Hrafnkatla Eiríksdóttir, héraðsfulltrúi á Norðurlandi.

Í lok síðasta árs lauk þriggja ára uppgræðsluverkefni í samstarfi Landgræðslunnar og Alcoa í landi Arnórsstaða við Háreksstaðaleið á Jökuldalsheiði.

Eftir 10 ára uppgræðslustarf á svæðinu var enn mikið rof og jarðvegseyðing vegna rofabarða sem illa gekk að loka og var jarðvegseyðingin stöðugt að ganga lengra inn í gróðurlendi og eyða upp algrónum svæðum. Því var ráðist í átaksverkefni, sem styrkt var af Alcoa Foundation, til að stöðva rof á svæðinu. Var aðgerðaráætlunin þríþætt: rofabörð voru felld niður með beltagröfu, þakning með heyrúllum í rofabörð og sár og tilbúinn áburður, ásamt grasfræi, var notaður til uppgræðslu á börðin sjálf og nærliggjandi svæði.

Kortlagning

Í upphafi verkefnisins var svæðið kortlagt með tilliti til gróðurfars, jarðvegsrofs og annarra yfirborðsþátta. Slík kortlagning við upphaf uppgræðsluaðgerða hjálpar til við mat á árangri uppgræðsluaðgerða og fram- vindu svæðis.

Af þeim tæplega 75 ha sem voru kortlagðir reyndust tæplega 30% svæðisins vera ógróin eða með litla gróðurþekju en 45% svæðisins flokkuðust sem vel eða algróin svæði, sem áttu undir högg að sækja vegna rofs og jarðvegseyðingar. Talsvert, mikið og mjög mikið rof var skráð á ríflega helmingi svæðisins en rofið var verst í jöðrum rofabarðanna. Þar var einnig mest af lausum sandi, en hann gefur okkur vísbendingu um hversu stöðugt yfirborðið er, en óstöðuleiki í yfirborði og mikið af lausum fokefnum gerir landnámi gróðurs erfitt um vik. Útfrá þessum upplýsingum var svæðinu svo skipt niður í vinnusvæði sem höfðu mismunandi forgang, þar sem virkustu og hæstu rofabörðin sem voru með mestan lausan sand í kring höfðu mestan forgang.

Vinnan

Unnið var á rúmlega 70 ha svæði yfir árin þrjú. Alls var dreift 48 tonnum af áburði á þessa 70 ha og 400 kg af grasfræi var dreift með. Almennt var notast við stóra áburðarskammta miðað við landgræðsluverkefni eða um 300 kg/ha af tvígildum NP áburði. Í þeim tilvikum þar sem verið er að loka virkum rofabörðum þarf oft stærri inngrip ef vinna á verkið á stuttum tíma. Þá var unnið á tæplega 5,5 kílómetrum af rofabörðum á samstarfstímanum. Þau stærstu og virkustu voru felld niður og fengu áburðargjöf, fræ og/ eða heyrúllum dreift í sárin á meðan rofabörð sem voru að lokast fengu heyþakningu og/eða áburðargjöf og fræ. Sum börðin fengu aftur heyþakningu að ári liðnu, taldist það nauðsynlegt. Heyrúllum var einnig dreift yfir svæði á milli rofabarða til að reyna að stöðva áfok og auka stöðuleika á yfirborðinu, en samtals voru notaðar 870 heyrúllur í verkefnið.

Árangur

Stefnt er að endurkortlagningu á svæðinu þegar aðgerðum er að fullu lokið. Á næstu árum verður svæðið undir eftirliti svo hægt sé að grípa inn í ef gróðurþekja fer að gefa eftir eða rofabörð fara að opnast að nýju.

Líklegt er að halda þurfi við uppgræðslum á svæðinu á komandi árum með notkun tilbúins áburðar þrátt fyrir að samstarfsverkefninu sé lokið. Með því að loka 5,5 kílómetrum af háum rofabörðum er komið í veg fyrir tap á gróðurþekju og miklu magni af jarðvegi. Þá geta þessi vistkerfi sem er bjargað þjónað sem fræuppsprettur fyrir frekari framvindu á svæðinu.

Samanburður á rofabarði við upphaf aðgerða 2020 og eftir fellingu og heyþakningu 2022. Mynd / Landgræðslan

Skylt efni: Landgræðsla

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...