Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Eysteinn Tjörvi Kristinsson og Laukur frá Varmalæk.
Mynd / Laura Sundholm
Líf og starf 29. ágúst 2022

Ungstirni á Norðurlandamóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Ungir íslenskir knapar stóðu uppi sem sigurvegarar á Norðurlandamóti í hestaíþróttum sem fór fram á Álandseyjum um miðjan ágúst.

Matthías Sigurðsson og Roði frá Garði unnu til tvennra verðlauna.

Matthías Sigurðsson sigraði þar tölt ungmenna á gæðingnum Roða frá Garði en þeir nældu sé enn fremur í silfurverðlaun í fjórgangi. Hann bætti svo enn einni fjöður í hattinn þegar hann varð í 3. sæti í unglingaflokki gæðinga á Caruzo frá Torfunesi.

Eysteinn Tjörvi Kristinsson sigraði ungmennaflokk gæðinga nokkuð örugglega á keppnishesti sínum, Lauk frá Varmalæk, sem hann flutti með sér til Álandseyja til þátttöku á mótinu.

Í flokki fullorðinna sigraði Leikur frá Lækjarmóti úrslit A-flokks gæðinga undir stjórn Helgu Unu Björnsdóttur. Helga hafði tekið við hestinum í úrslitum fyrir James Faulkner sem hafði komið tveimur gæðingum inn í úrslit, en hann reið sjálfur Eldjárni frá Skipaskaga sem endaði í 7. sæti.

Lið Svíþjóðar vann liðabikar mótsins sem stigahæsta þjóðin sem hlutu flest verðlaun mótsins. Danir voru einnig sigursælir í hringvallargreinum, unnu tölt, fjórgang ásamt því að eiga sigurvegara í öllum flokkum slaktaumatölts.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...