Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa
Mynd / Myndasafn Bændasamtaka Íslands
Gamalt og gott 19. júní 2023

Unglingar keppa um verðlaunasæti í uppeldi kálfa

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Í júlílok árið 1968 greinir Dagblaðið Vísir frá því að á landbúnaðarsýningunni, þeirri stærstu sem þá yrði haldin hérlendis, verði m.a. keppt um verðlaunasæti í uppeldi kálfa. Segir í textanum:

„Tólf unglingar á Suðurlandi fengu sér kálfa, sem þeir tóku að sér að ala upp sjálfir, og mátti enginn annar koma þar nærri. Einn heltist úr lestinni, þar sem honum fannst kjánalegt að bursta og kemba kálfi. Krakkarnir ellefu munu koma með kálfa sína á landbúnaðarsýninguna í Laugardal og leiða þá í dómhring. Hæstu verðlaun eru 10.000 krónur. Tekið verður tillit til byggingarlags kálfanna, tamningar, framkomu unglings og dagbóka og skýrslna, sem börnin hafa fært um tamninguna af mikilli nákvæmni.“

Ekki kemur fram hvert ungmennanna hlaut verðlaunin, en sýningin, sem haldin var þann 9. ágúst í Laugardalnum, þótti gefa glöggt og greinargott yfirlit yfir þróun landbúnaðar og þær framfarir sem orðið höfðu yfir þá áratugi frá því að sýningin var fyrst haldin.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...