Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra
Fréttir 8. október 2020

Ungir bændur lýsa vantrausti á landbúnaðarráðherra

Höfundur: Ritstjórn

Samtök ungra bænda hafa sent frá sér yfirlýsingu þar sem þau gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristjáns Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. 

Í yfirlýsingingunni er vantrausti lýst á ráðherrra, vegna þess að af orðum hans megi ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á hans eigin málaflokki. 

Yfirlýsingin fer hér að neðan.

„Samtök ungra bænda gagnrýna harðlega þau ummæli sem ráðherra landbúnaðarmála, Kristján Þór Júlíusson, lét falla í svari sínu við fyrirspurn frá Þorgerði Katrínu Gunnarsdóttur á Alþingi þann 6. október. Landbúnaðarráðherra talaði þar niður til bænda með þeim hætti að vinna þeirra væri talin lífstíll og afkoma skipti litlu máli. Ber hann fyrir sig að það sé skoðun bænda en sýnir ekki skilning á að einmitt í því endurspeglast vandamálið, sem er að íslenskir bændur eru með hvað lökustu kjör innan OECD. Þar af leiðandi finna sig margir hverjir knúna til að sinna annarri vinnu utan bús til að framfleyta sér og sínum. Þannig líti atvinna þeirra sem bændur út fyrir að vera áhugamál og er það grafalvarlegt mál. Ungir bændur eru yfirleitt nýkomnir inn í stéttina með tilheyrandi skuldsetningu og er gríðarlega erfitt að ná endum saman ef að tekjur bænda eru ekki viðunandi.

Flestir velja sér starfsvettvang út frá áhugasviði og velja að mennta sig til að geta sinnt því starfi sem þeir kusu sér. Þeir sem kjósa að gerast bændur eru þar engin undantekning. Það þýðir alls ekki að starfið sé áhugamál, frekar en önnur störf.

Samtök ungra bænda lýsa hér með vantrausti á landbúnaðarráðherra, Kristján Þór Júlíusson. Af orðum hans má ekki skynja annað en skilnings- og áhugaleysi á sínum eigin málaflokki á ný og viðurkenningu á bágum kjörum bænda sem gerir hann varla starfi sínu vaxinn.

Samtökin skora á stjórnvöld að aðskilja sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti og gera þær breytingar sem þarf til að efla landbúnaðarráðuneytið. Það hefur sýnt sig fram að þessu að sjávarútvegur og landbúnaður fara ekki saman undir stjórn eins ráðherra. Eins og staðan er í dag er landbúnaðurinn einungis í einni skúffu í sjávarútvegsráðuneytinu og því ber að breyta. Landbúnaðurinn er ein af grunnstoðum þjóðarinnar. Hann skapar fleiri þúsund störf ásamt því að halda byggð í landinu öllu.

-     Stjórn Samtaka ungra bænda“

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...