Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Umsóknir í Matvælasjóð voru 272
Fréttir 9. júní 2021

Umsóknir í Matvælasjóð voru 272

Höfundur: smh

Umsóknarfrestur í aðra úthlutun úr Matvælasjóði stóð til 6. júní og bárust alls 272 umsóknir í alla fjóra flokkana. Sjóðurinn hefur 630 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um úthlutun úr sjóðnum. 

Í fyrstu úthlutun sjóðsins í desember á síðasta ári bárust 266 umsóknir, en þá voru 500 milljónir til úthlutunar.

Í flokkinn Bára , sem styrkir verkefni á hugmyndastigi og er ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni, bárust nú 124 umsóknir. 

Í flokkinn Afurð, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar bárust 58 umsóknir. 

Í flokkinn Kelda,styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu, bárust 47 umsóknir. 

Í flokkinn Fjársjóður, semstyrkir sókn á markaði, bárust 43 umsóknir.  

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.  

Skylt efni: Matvælastjóður

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...