Umsóknir í Matvælasjóð voru 272
Fréttir 9. júní 2021

Umsóknir í Matvælasjóð voru 272

Höfundur: smh

Umsóknarfrestur í aðra úthlutun úr Matvælasjóði stóð til 6. júní og bárust alls 272 umsóknir í alla fjóra flokkana. Sjóðurinn hefur 630 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um úthlutun úr sjóðnum. 

Í fyrstu úthlutun sjóðsins í desember á síðasta ári bárust 266 umsóknir, en þá voru 500 milljónir til úthlutunar.

Í flokkinn Bára , sem styrkir verkefni á hugmyndastigi og er ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni, bárust nú 124 umsóknir. 

Í flokkinn Afurð, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar bárust 58 umsóknir. 

Í flokkinn Kelda,styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu, bárust 47 umsóknir. 

Í flokkinn Fjársjóður, semstyrkir sókn á markaði, bárust 43 umsóknir.  

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.  

Skylt efni: Matvælastjóður

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins
Fréttir 24. júní 2021

Skyrsalan hefur sveiflast í takti við þróun Covid-19 faraldursins

Sala á mjólk og sýrðum mjólkur­­vörum dróst saman um 3,5% í maí og hafði þá dreg...

Fjárfestahópur áformar að reka áfram hótel í Bændahöllinni
Fréttir 24. júní 2021

Fjárfestahópur áformar að reka áfram hótel í Bændahöllinni

Fjárfestahópur, sem tengist meðal annars Hótel Óðinsvéum, er í viðræðum við stjó...

Undrajurt Inkanna
Fréttir 23. júní 2021

Undrajurt Inkanna

Flóran hlaðvarpsþáttur Hlöðunnar um helstu nytjaplöntur jarðar, er kominn aftur ...

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar
Fréttir 23. júní 2021

Einkaviðræður um sölu Bændahallarinnar hafnar

Sala á Bændahöllinni sem hýst hefur starfsemi Hótel Sögu í 59 ár virðist vera ve...

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu
Fréttir 21. júní 2021

Gremjufræði, sannleikslitlar ævisögur og falsaðar dagbækur Hitlers meðal efnis í Sögu

Markús Þórhallsson ræðir við Kristínu Svövu Tómasdóttur, ritstjóra, um innihald ...

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti
Fréttir 21. júní 2021

Nýtt auðkennismerki á íslensku kjöti

Íslenskt gæðanaut er nýtt merki sem Landssamband kúabænda hefur verið að vinna a...

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum
Fréttir 18. júní 2021

Leiðbeiningar um slátrun í litlum geit- og sauðfjársláturhúsum

Nýverið undirritaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra nýja reglugerð um slátr...

Stærsta svínabú heims byggt í Kína
Fréttir 16. júní 2021

Stærsta svínabú heims byggt í Kína

Í Kína er nú verið að byggja stærsta svínabú heims en það mun framleiða árlega 2...