Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Umsóknir í Matvælasjóð voru 272
Fréttir 9. júní 2021

Umsóknir í Matvælasjóð voru 272

Höfundur: smh

Umsóknarfrestur í aðra úthlutun úr Matvælasjóði stóð til 6. júní og bárust alls 272 umsóknir í alla fjóra flokkana. Sjóðurinn hefur 630 milljónir til úthlutunar og næstu skref eru þau að umsóknirnar fara til fagráða sjóðsins sem munu veita umsögn um þær og í kjölfarið mun stjórn sjóðsins gera tillögu til Kristjáns Þórs Júlíussonar, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, um úthlutun úr sjóðnum. 

Í fyrstu úthlutun sjóðsins í desember á síðasta ári bárust 266 umsóknir, en þá voru 500 milljónir til úthlutunar.

Í flokkinn Bára , sem styrkir verkefni á hugmyndastigi og er ætlað að fleyta hugmynd yfir í verkefni, bárust nú 124 umsóknir. 

Í flokkinn Afurð, sem styrkir verkefni sem komin eru af hugmyndastigi en eru þó ekki tilbúin til markaðssetningar bárust 58 umsóknir. 

Í flokkinn Kelda,styrkir rannsóknarverkefni sem miða að því að skapa nýja þekkingu, bárust 47 umsóknir. 

Í flokkinn Fjársjóður, semstyrkir sókn á markaði, bárust 43 umsóknir.  

Markmið sjóðsins er að ná til verkefna á öllum stigum, allt frá hugmyndum til markaðssetningar og hagnýtra rannsókna. Hlutverk Matvælasjóðs er að styrkja þróun og nýsköpun við framleiðslu og vinnslu matvæla og hliðarafurða úr landbúnaðar- og sjávarafurðum. Áhersla er á nýsköpun, sjálfbærni, verðmætasköpun og samkeppnishæfni íslenskrar matvæla um land allt.  

Skylt efni: Matvælastjóður

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...