Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 mánaða.
Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Umhverfismál og landbúnaður 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Höfundur: Vilmundur Hansen

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði Eurasian Economic Union, eða tollabandalags Rússlands, Hvíta-Rússlands, Kasakstan, Armeníu og Kirgisistans.

Matvælastofnun hefur það hlutverk að gera úttektir á starfsstöðvum sem hafa leyfi til að stunda viðskipti með dýraafurðir á markaðssvæði bandalagsins til að tryggja að þær uppfylli reglur tollabandalagsins.

Á heimasíðu Mast segir að þær kröfur sem tollabandalagið gerir til fyrirtækja sem flytja matvæli til fyrrnefndra landa séu ekki að öllu leyti þær sömu og Matvælastofnun tekur út í reglubundnu eftirliti sínu samkvæmt lögum nr. 93/1995 um matvæli. Úttektir með sértækum kröfum tollabandalagsins koma því til viðbótar við reglubundið eftirlit stofnunarinnar.

Fyrirtækjum er í sjálfsvald sett hvort þau vilja undirgangast þessar sértæku kröfur tollabandalagsins og úttektir Matvælastofnunar til að staðfesta að þær séu uppfylltar. Ljóst er að nokkur kostnaður fellur til við þessar úttektir sem greiðist af hlutaðeigandi fyrirtækjum. Kostnaður við úttektir og önnur verkefni ræðst af stærð starfsstöðva, eðli starfsemi og hversu vel starfsstöðvar uppfylla sértækar kröfur.

Til stendur að hefja úttektir hjá þeim starfsstöðvum sem eru á lista tollabandalagsins á þessu ári og að búið verði að ljúka úttektum hjá öllum starfsstöðvum fyrir árslok 2021. Nauðsynlegt er að forsvarsmenn þeirra fyrirtækja sem vilja fá úttekt staðfesti slíkt með því að fylla út eyðublað þess efnis í þjónustugátt Matvælastofnunar.

Matvælastofnun mun skipuleggja úttektirnar í samvinnu við hlutaðeigandi fyrirtæki. Matvælastofnun ábyrgist ekki að heimild fáist til útflutnings á markaðssvæði tollabandalagsins, endanleg ákvörðun um slíkt er í höndum fulltrúa tollabandalagsins.

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Umhverfismál og landbúnaður 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stun...

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli
Fréttir 25. ágúst 2020

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli

Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­herferðir fyrir norska bæ...

Öll þök skulu vera græn
Umhverfismál og landbúnaður 8. apríl 2020

Öll þök skulu vera græn

Íbúar og yfirvöld í Utrecht í Hollandi ætla kerfisbundið að vinna í því að gera ...

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum
Umhverfismál og landbúnaður 11. mars 2020

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum

Framleiðsla líf­rænt ræktaðra mat­væla hefur farið mjög vaxandi á undan­förnum á...

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum
Umhverfismál og landbúnaður 17. febrúar 2020

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum

Gróðureldarnir sem geisað hafa í Ástralíu undanfarna mánuði hafa valdið gríðarle...

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?
Umhverfismál og landbúnaður 13. febrúar 2020

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Ryk í andrúmsloftinu á sér fjölbreyttan uppruna en oftast er það sett í samhengi...

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa
Umhverfismál og landbúnaður 6. ágúst 2019

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um viðhorf almennings til torf...

Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum
Umhverfismál og landbúnaður 5. júlí 2019

Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ins hefur umsjón með verk­efninu Landbúnaður og nát...