Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Gróðurháhýsið í Utrecht í Hollandi verður klætt með um 300 mismunandi tegundum af plöntum. Mynd / Stefano Boeri Architetti.
Gróðurháhýsið í Utrecht í Hollandi verður klætt með um 300 mismunandi tegundum af plöntum. Mynd / Stefano Boeri Architetti.
Fréttir 8. apríl 2020

Öll þök skulu vera græn

Höfundur: Vimundur Hansen

Íbúar og yfirvöld í Utrecht í Hollandi ætla kerfisbundið að vinna í því að gera borgina grænni. Ný áætlun gerir ráð fyrir að gera umhverfið grænna og að á öllum þökum í miðbæ borgarinnar eigi að vaxa gróður eða vera með sólarsellur.

Hugmyndin, sem kallast engin þök ónotuð, nær einnig til þaka á strætisvagnaskýlum. Með því að rækta gróður af einhverju tagi, gras, blóm eða mosa á að auka líffræðilega fjölbreytni í borginni og um leið draga úr magni koltvísýrings í andrúmsloftinu. Einnig er hugmyndin að meiri gróður í borginni muni draga úr æðibunugangi og stressi íbúanna og auka þannig hamingju og vellíðan.

Til að auðvelda íbúum að grænka þökin sín ætla borgaryfirvöld að styrkja íbúðareigendur í miðborginni um allt að 50% kostnaðar vegna framkvæmdarinnar en að hámarki um 20 þúsund €, eða rúmar þrjár milljónir króna.

Hátt gróðurhýsi

Til að sýna vilja í verki stendur til að byggja háhýsi skammt frá aðaljárnbrautastöð borgarinnar og klæða það að utan og ofan með 300 ólíkum tegundum af plöntum, 360 trjám, 9.640 runnum og fjölda smærri plantna. Alls mun gróðurinn utan á húsin þekja um einn hektara. Áætlað er að háhýsið verði tilbúið árið 2022 og samkvæmt útreikningum mun það binda um 5,4 tonn af koltvísýringi og framleiða um 41 tonn af súrefni á ári.

Hnoðrar á strætóskýlum

Á síðasta ári var lokið við að koma hnoðrum fyrir á þökum 316 strætisvagnaskýla í borginni. Hnoðrarnir sem eru sígrænir hafa sýnt fram á að þeir draga úr magni svifryks, hækka rakastig og auka litadýrð þar sem þeir vaxa og blómstra. Hnoðrarnir hafa einnig góð áhrif á skordýralíf og laða að sér fugla. 

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...