Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 ára.
Grænkál og grænir tómatar.
Grænkál og grænir tómatar.
Umhverfismál og landbúnaður 11. mars 2020

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Framleiðsla líf­rænt ræktaðra mat­væla hefur farið mjög vaxandi á undan­förnum árum í nágranna­löndum okkar. Heildar­fram­leiðsla lífrænt vott­aðra matvæla í Dan­­mörku telur nú  rúm 11% af heildar­framleiðslu þeirra sem er heimsmet.

Svipaða sögu er að segja af aukinni framleiðslu lífrænna landbúnaðarafurða í flestum Evrópulöndum. Hér eigum við langt í land með að komast nærri þeirri tölu, allt of fáir framleiðendur sinna þessari hlið matvælaframleiðslu og er garðyrkjan þar engin undan­tekning. Mikið er flutt inn af lífrænu grænmeti og ávöxtum sem hægt væri að framleiða hér á landi því markaðurinn fer ört vaxandi með aukinni umhverfisvitund neytenda.

Kirsiber.

Heilnæmar afurðir og virðing fyrir umhverfinu

Lífrænt ræktaðar matjurtir eru ekki aðeins framleiddar til að gefa neytendum kost á heilnæmu grænmeti án notkunar á tilbúnum áburði, kemískum varnarefnum og erfðatækni. Vakin hefur verið athygli á því að lífrænar ræktunaraðferðir stuðla að bættu umhverfi á svo margvíslegan hátt, til dæmis með nýtingu á lífrænu hráefni sem næringargjafa og aukinni kolefnisbindingu með heilbrigðri jarvegsrækt. Virðing fyrir náttúrulegum ferlum og verndun líffræðilegrar fjölbreytni eru atriði sem lífrænar ræktunaraðferðir taka mið af og skiptir meðvitaða neytendur sífellt meira máli.

Garðyrkjuskólinn býður upp á nám í lífrænni matjurtaframleiðslu

Á starfsstöð Landbúnaðar­háskóla Íslands á Reykjum í Ölfusi er starfrækt sérstök námsbraut um lífræna matjurtaræktun svo fjölga megi menntuðum garðyrkjufræðingum í þeirri grein. Fjöl­breytni einkennir skólastarfið. Kenndir eru grunnáfangar eins og grasafræði og  plöntu­líf­eðlis­fræði en einnig lífrænar ræktunar­aðferðir í gróðurhúsum og garðlöndum. Lögð er sérstök áhersla á umhverfis- og samfélagslega ábyrgð fram­leiðenda, jafnt gagnvart neyt­endum og náttúru. Nemendur fá fræðslu um umhverfismál, grundvallaratriði vistfræði og sjálfbærni. Kennd er býflugnarækt til hunangsframleiðslu, gæðamál, dreifing og úrvinnsla afurða. Kennslan er að hluta til verkleg og er í boði bæði í staðarnámi og fjarámi.

Hægt er að fá frekari upplýs­ingar og sækja um nám á lífrænu brautinni á Garðyrkjuskólanum næsta vetur á heimasíðu Land­búnaðar­háskóla Íslands: lbhi.is.

Lífrænt ræktaðar gulrætur.

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Umhverfismál og landbúnaður 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stun...

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli
Fréttir 25. ágúst 2020

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli

Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­herferðir fyrir norska bæ...

Öll þök skulu vera græn
Umhverfismál og landbúnaður 8. apríl 2020

Öll þök skulu vera græn

Íbúar og yfirvöld í Utrecht í Hollandi ætla kerfisbundið að vinna í því að gera ...

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum
Umhverfismál og landbúnaður 11. mars 2020

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum

Framleiðsla líf­rænt ræktaðra mat­væla hefur farið mjög vaxandi á undan­förnum á...

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum
Umhverfismál og landbúnaður 17. febrúar 2020

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum

Gróðureldarnir sem geisað hafa í Ástralíu undanfarna mánuði hafa valdið gríðarle...

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?
Umhverfismál og landbúnaður 13. febrúar 2020

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Ryk í andrúmsloftinu á sér fjölbreyttan uppruna en oftast er það sett í samhengi...

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa
Umhverfismál og landbúnaður 6. ágúst 2019

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um viðhorf almennings til torf...

Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum
Umhverfismál og landbúnaður 5. júlí 2019

Bændur geta haft margvíslegan hag af náttúruverndarstörfum

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðar­ins hefur umsjón með verk­efninu Landbúnaður og nát...