Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 6 ára.
JA Group
Umhverfismál og landbúnaður 14. apríl 2016

JA Group

Höfundur: Vilmundur Hansen

JA Group, sem japönsku bændasamtökin eiga og eru hluti af, reka banka sem kallast Norinchukin Bank á landsvísu en Shinren í héraði og tryggingafélag sem heitir Zenkyoren. Bankinn er með stærri bönkum í landinu og Zenkyoren í hópi stærstu tryggingafélaga í heimi. JA Group kemur einnig að olíu- og gasdreifingu í Japan.

JA stendur fyrir Japanese Agriculture en landbúnaðarhluti samsteypunnar kallast Zen-Noh og er með ítök í flestu sem snýr að matvælaframleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu á matvælum, fiski, mjólk, eggjum, kjöti- og plöntuafurðum, fóðri, áburði og öðrum efnum til landbúnaðar. Auk þess að reka fjölda mat- og dagvöruverslana. Samtökin reka afurðastöðvar, pökkunarverksmiðju fyrir matvæli og framleiða umbúðirnar sjálf. Þau eiga hlut í fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki og um tíma var á markaði dráttarvél sem kallaðist Zen-Noh en framleidd af Kubota.

Bændasamtökin reka rannsóknarstofur og tengjast landbúnaðarrannsóknum í samvinnu við háskólasamfélagið. 

Reka dagblað og öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu

Samtökin reka öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu tengda landbúnaði, markaðssetningu og kynningu á matvælum undir heitinu Zenchu sem líka gefur út dagblað á landsvísu. Zenchu sér einnig um samskipti við opinbera stjórnsýslu í landinu og lobbíisma.

Zen-Noh á í viðskiptum víða um heim og stunda umtalsverða utanríkisverslun bæði sem inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er með skrifstofur vítt og breitt um Japan og útibú í Þýskalandi, Ástralíu, Kína, Brasilíu, Taílandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.

Rúmlega átta þúsund starfsmenn

Starfsmenn JA eru rúmlega átta þúsund. Samkvæmt ársskýrslu Zen-Noh var velta JA Group árið 2015 um 6,2 billjónir jena eða um 6,8 billjónir íslenskra króna. 

Skylt efni: Japan | Landbúnaður | Zen-Noh

Umhverfisslys í vinnslu
Umhverfismál og landbúnaður 1. mars 2022

Umhverfisslys í vinnslu

Áætlað hefur verið að byggja múr til að girða af landamæri Póllands og Hvíta-Rús...

Hetja undirdjúpanna lætur til sín taka í umhverfismálum
Umhverfismál og landbúnaður 22. febrúar 2022

Hetja undirdjúpanna lætur til sín taka í umhverfismálum

Veganismi, eða að vera hliðhollur helst öllu því sem lifir og andar og forðast n...

Fleiri tegundir trjáa til - en áður var talið
Umhverfismál og landbúnaður 17. febrúar 2022

Fleiri tegundir trjáa til - en áður var talið

Án trjáplantna væri heimurinn heldur snauður, ekki bara af fegurð heldur einnig ...

Bændur í lífrænum búskap ekki háðir tilbúnum áburði
Umhverfismál og landbúnaður 16. febrúar 2022

Bændur í lífrænum búskap ekki háðir tilbúnum áburði

Mikil umræða hefur verið meðal bænda um gríðarlega hækkun á verði á tilbúnum ábu...

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum
Umhverfismál og landbúnaður 18. október 2021

Líf og fjör í lotuviku á Reykjum

Nú er nýafstaðin verkefnavika á Garðyrkjuskólanum á Reykjum.

Haustgróðursetning
Umhverfismál og landbúnaður 1. október 2021

Haustgróðursetning

Margir standa í þeirri kolröngu trú að þegar haustar eigi að forðast garðvinnu e...

Krýsi - tryggðablóm - prestafífill
Umhverfismál og landbúnaður 20. september 2021

Krýsi - tryggðablóm - prestafífill

Krýsi er skrýtið orð en það hefur náð að festa sig nokkuð vel í sessi í málinu. ...

Verndun erfðafjölbreytileika til kynbóta
Umhverfismál og landbúnaður 17. september 2021

Verndun erfðafjölbreytileika til kynbóta

Villtar erfðalindir ræktaðra nytjaplantna eru tegundir plantna sem eru formæður ...