Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
JA Group
Fréttir 14. apríl 2016

JA Group

Höfundur: Vilmundur Hansen

JA Group, sem japönsku bændasamtökin eiga og eru hluti af, reka banka sem kallast Norinchukin Bank á landsvísu en Shinren í héraði og tryggingafélag sem heitir Zenkyoren. Bankinn er með stærri bönkum í landinu og Zenkyoren í hópi stærstu tryggingafélaga í heimi. JA Group kemur einnig að olíu- og gasdreifingu í Japan.

JA stendur fyrir Japanese Agriculture en landbúnaðarhluti samsteypunnar kallast Zen-Noh og er með ítök í flestu sem snýr að matvælaframleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu á matvælum, fiski, mjólk, eggjum, kjöti- og plöntuafurðum, fóðri, áburði og öðrum efnum til landbúnaðar. Auk þess að reka fjölda mat- og dagvöruverslana. Samtökin reka afurðastöðvar, pökkunarverksmiðju fyrir matvæli og framleiða umbúðirnar sjálf. Þau eiga hlut í fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki og um tíma var á markaði dráttarvél sem kallaðist Zen-Noh en framleidd af Kubota.

Bændasamtökin reka rannsóknarstofur og tengjast landbúnaðarrannsóknum í samvinnu við háskólasamfélagið. 

Reka dagblað og öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu

Samtökin reka öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu tengda landbúnaði, markaðssetningu og kynningu á matvælum undir heitinu Zenchu sem líka gefur út dagblað á landsvísu. Zenchu sér einnig um samskipti við opinbera stjórnsýslu í landinu og lobbíisma.

Zen-Noh á í viðskiptum víða um heim og stunda umtalsverða utanríkisverslun bæði sem inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er með skrifstofur vítt og breitt um Japan og útibú í Þýskalandi, Ástralíu, Kína, Brasilíu, Taílandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.

Rúmlega átta þúsund starfsmenn

Starfsmenn JA eru rúmlega átta þúsund. Samkvæmt ársskýrslu Zen-Noh var velta JA Group árið 2015 um 6,2 billjónir jena eða um 6,8 billjónir íslenskra króna. 

Skylt efni: Japan | Landbúnaður | Zen-Noh

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...