Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
JA Group
Umhverfismál og landbúnaður 14. apríl 2016

JA Group

Höfundur: Vilmundur Hansen

JA Group, sem japönsku bændasamtökin eiga og eru hluti af, reka banka sem kallast Norinchukin Bank á landsvísu en Shinren í héraði og tryggingafélag sem heitir Zenkyoren. Bankinn er með stærri bönkum í landinu og Zenkyoren í hópi stærstu tryggingafélaga í heimi. JA Group kemur einnig að olíu- og gasdreifingu í Japan.

JA stendur fyrir Japanese Agriculture en landbúnaðarhluti samsteypunnar kallast Zen-Noh og er með ítök í flestu sem snýr að matvælaframleiðslu, geymslu, sölu og dreifingu á matvælum, fiski, mjólk, eggjum, kjöti- og plöntuafurðum, fóðri, áburði og öðrum efnum til landbúnaðar. Auk þess að reka fjölda mat- og dagvöruverslana. Samtökin reka afurðastöðvar, pökkunarverksmiðju fyrir matvæli og framleiða umbúðirnar sjálf. Þau eiga hlut í fyrirtæki sem framleiðir landbúnaðartæki og um tíma var á markaði dráttarvél sem kallaðist Zen-Noh en framleidd af Kubota.

Bændasamtökin reka rannsóknarstofur og tengjast landbúnaðarrannsóknum í samvinnu við háskólasamfélagið. 

Reka dagblað og öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu

Samtökin reka öfluga fræðslu- og ráðgjafarþjónustu tengda landbúnaði, markaðssetningu og kynningu á matvælum undir heitinu Zenchu sem líka gefur út dagblað á landsvísu. Zenchu sér einnig um samskipti við opinbera stjórnsýslu í landinu og lobbíisma.

Zen-Noh á í viðskiptum víða um heim og stunda umtalsverða utanríkisverslun bæði sem inn- og útflutningsfyrirtæki. Félagið er með skrifstofur vítt og breitt um Japan og útibú í Þýskalandi, Ástralíu, Kína, Brasilíu, Taílandi, Kanada, Bandaríkjunum og á Bretlandseyjum.

Rúmlega átta þúsund starfsmenn

Starfsmenn JA eru rúmlega átta þúsund. Samkvæmt ársskýrslu Zen-Noh var velta JA Group árið 2015 um 6,2 billjónir jena eða um 6,8 billjónir íslenskra króna. 

Skylt efni: Japan | Landbúnaður | Zen-Noh

Verknámsstörf á Reykjum
Umhverfismál og landbúnaður 7. maí 2021

Verknámsstörf á Reykjum

Garðyrkjunámið á Reykjum felst í bæði bóklegum og verklegum tímum, til að auka f...

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu
Umhverfismál og landbúnaður 16. október 2020

Úttekt á fyrirtækjum í viðskiptum við tollabandalag Evrasíu

Til stendur að hefja sérstakar úttektir hérlendis hjá fyrirtækjum sem vilja stun...

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli
Fréttir 25. ágúst 2020

Sumarherferðir norsku bændasamtakanna vekja athygli

Norsku bændasamtökin keyra um þessar mundir tvær sumar­herferðir fyrir norska bæ...

Öll þök skulu vera græn
Umhverfismál og landbúnaður 8. apríl 2020

Öll þök skulu vera græn

Íbúar og yfirvöld í Utrecht í Hollandi ætla kerfisbundið að vinna í því að gera ...

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum
Umhverfismál og landbúnaður 11. mars 2020

Námsbraut um lífræna ræktun matjurta á Reykjum

Framleiðsla líf­rænt ræktaðra mat­væla hefur farið mjög vaxandi á undan­förnum á...

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum
Umhverfismál og landbúnaður 17. febrúar 2020

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum

Gróðureldarnir sem geisað hafa í Ástralíu undanfarna mánuði hafa valdið gríðarle...

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?
Umhverfismál og landbúnaður 13. febrúar 2020

Hver eru áhrif ryks frá Íslandi á loftslag heimskautasvæða?

Ryk í andrúmsloftinu á sér fjölbreyttan uppruna en oftast er það sett í samhengi...

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa
Umhverfismál og landbúnaður 6. ágúst 2019

Rannsókn á viðhorfi almennings til torfhúsa

Þjóðminjasafn Íslands hefur sent út spurningaskrá um viðhorf almennings til torf...