Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
Mynd / Vefur Skagastrandar / James Kennedy
Fréttir 28. júní 2018

Gríðarlegt magn af rusli safnaðist í fjöruhreinsunarátaki

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
Nemendur fimm elstu bekkja Höfðaskóla tíndu á dögunum rusl í fjörunum í nágrenni Skagastrandar, með kennurum og starfsfólki frá BioPol. Tíundu bekkingar fóru þó lengra því þeir hreinsuðu rusl í Kálfshamarsvík og víkinni norðan við hana. 
 
Sjötti og sjöundi bekkur byrjuðu sinn leiðangur í Bæjarvíkinni á Finnsstaðanesinu og gengu svo alla leið heim að Salthúsinu með pokana sína. Krakkarnir í áttunda og níunda bekk gengu síðan leiðina frá Vindhælisstapanum og heim að Bjarmnesi. Sagt er frá þessu á vef Skagastrandar.
 
Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni.
 
Bróðurparturinn plastefni ýmiss konar
 
Á svæðinu við Kálfshamarsvík safnaðist um 150 kg af rusli en um það bil 95% af því var alls konar plastefni. Þar voru áberandi stuttir grænir nælonspottar eins og eru  í trollum togara og snurvoðarbáta. 
„Greinilega var um að ræða afskurð sem til fellur þegar verið er að gera við trollið og er hér með farið fram á það við sjómenn að þeir passi betur upp á þessa litlu spotta þannig að þeir fari ekki í sjóinn,“ segir í frétt á vef Skagastrandar. 
 
Dekk áberandi mörg
 
Á leiðinni frá Finnsstöðum og heim tíndust upp 220 kg af alls kyns rusli, meðal annars nokkur gömul dekk og netadræsur auk alls plast- og járnaruslsins. Frá Vindhælisstapanum og heim voru dekk mest áberandi. Krakkarnir tíndu þau saman í stóran haug en síðan voru þau sótt á kerru og með dráttarvél. Giska má á að hér hafi verið um 60–70 dekk og dekkjarifrildi. Auk þess var tínt mikið af plasti eins og á hinum stöðunum.
 
 
Magnið kom á óvart
 
Í þessu hreinsunarátaki, sem er hluti af umhverfismennt skólans, var nemendunum uppálagt að skipta sér ekki af spýtum né fuglshræum sem telja má að séu „eðlilegir“ hlutir í fjörum landsins enda eyðast þeir með tímanum, öfugt við plastið sem sagt er að endist a.m.k. 500 ár í náttúrunni. 
 
Nemendur voru sammála um að það kom þeim á óvart hve mikið af plastrusli þau fundu og áttu erfitt með að ímynda sér hve mikið af því væri þá í hafinu við strendur landsins fyrst svo mikið rekur í fjörurnar. 
Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði
Fréttir 16. apríl 2024

Verulegur samdráttur í innflutningi á áburði

Matvælastofnun hefur birt leiðrétta skýrslu yfir áburðareftirlit síðasta árs.

Ísteka í yfirburðastöðu
Fréttir 15. apríl 2024

Ísteka í yfirburðastöðu

Í nýrri ályktun Samkeppniseftirlitsins kemur fram að Ísteka beiti sterkri stöðu ...