Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einungis 200 villtar wollemi-furur finnast í gili í samnefndum þjóðgarði í Ástralíu. Mynd / https://www.npr.org.
Einungis 200 villtar wollemi-furur finnast í gili í samnefndum þjóðgarði í Ástralíu. Mynd / https://www.npr.org.
Fréttir 17. febrúar 2020

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróðureldarnir sem geisað hafa í Ástralíu undanfarna mánuði hafa valdið gríðarlegum skemmdum og dauða bæði manna og dýra. Eldarnir hafa einnig valdið ofboðslegum gróðurspjöllum en í flestum tilfellum er talið að gróðurinn muni jafna sig á nokkrum árum.

Um tíma höfðu menn áhyggjur af því að eini villti lundurinn af wollemi-furum, Wollemia nobilis, myndi verða eldinum að bráð en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga honum. Lundurinn sem um ræðir er í þjóðgarði sem kenndur er við furuna og kallast Wollemi National Park.

Tegundin var talin útdauð

Mikil áhersla var á að bjarga furunum þar sem Wollemi-þjóðgarðurinn er eini staðurinn í heimi þar sem tegundin vex villt. Einungis er vitað um 200 wollemi-furur í þjóðgarðinum og vaxa þær allar í sama gilinu. Reyndar eru trén það sjaldgæf að fram til 1994 var talið að það væri útdautt, eða þar til fururnar fundust í Ástralíu.

Trén eru ekki bara merkileg fyrir það hversu sjaldgæf þau eru því að tegundin var upp á sitt besta á tíma risaeðlnanna fyrir um 35 til 65 milljónum ára.

Miklu kostað til og árangurinn góður

Björgunaraðgerðin var viðamikil og fólst meðal annars í því að flytja vatn með þyrlum og bleyta upp jarðveginn í kringum gilið þar sem fururnar vaxa og draga þannig úr líkum á að eldurinn kæmist að trjánum. Auk þess sem slökkviliðsmennirnir dreifðu eldhemjandi efnum umhverfis trén og héldu þeim blautum á meðan mesta eld­hættan gekk yfir.

Woolemi-fura í Kew-grasa­garðinum í London. Mynd / VH

 

Sjónarvottar segja að reykurinn í gilinu hafi verið svo mikill fyrst eftir að eldurinn fór í gegnum það að ekki hafi sést hvort björgunaraðgerðin hefði heppnast. Eftir að rofaði til ætluðu menn vart að trúa sínum eigin augum því einungis tvö tré höfðu orðið eldinum að bráð og nokkur önnuð sviðnað lítil­lega. 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...