Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Einungis 200 villtar wollemi-furur finnast í gili í samnefndum þjóðgarði í Ástralíu. Mynd / https://www.npr.org.
Einungis 200 villtar wollemi-furur finnast í gili í samnefndum þjóðgarði í Ástralíu. Mynd / https://www.npr.org.
Fréttir 17. febrúar 2020

Björguðu sjaldgæfum woolemi-furum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gróðureldarnir sem geisað hafa í Ástralíu undanfarna mánuði hafa valdið gríðarlegum skemmdum og dauða bæði manna og dýra. Eldarnir hafa einnig valdið ofboðslegum gróðurspjöllum en í flestum tilfellum er talið að gróðurinn muni jafna sig á nokkrum árum.

Um tíma höfðu menn áhyggjur af því að eini villti lundurinn af wollemi-furum, Wollemia nobilis, myndi verða eldinum að bráð en slökkviliðsmönnum tókst að bjarga honum. Lundurinn sem um ræðir er í þjóðgarði sem kenndur er við furuna og kallast Wollemi National Park.

Tegundin var talin útdauð

Mikil áhersla var á að bjarga furunum þar sem Wollemi-þjóðgarðurinn er eini staðurinn í heimi þar sem tegundin vex villt. Einungis er vitað um 200 wollemi-furur í þjóðgarðinum og vaxa þær allar í sama gilinu. Reyndar eru trén það sjaldgæf að fram til 1994 var talið að það væri útdautt, eða þar til fururnar fundust í Ástralíu.

Trén eru ekki bara merkileg fyrir það hversu sjaldgæf þau eru því að tegundin var upp á sitt besta á tíma risaeðlnanna fyrir um 35 til 65 milljónum ára.

Miklu kostað til og árangurinn góður

Björgunaraðgerðin var viðamikil og fólst meðal annars í því að flytja vatn með þyrlum og bleyta upp jarðveginn í kringum gilið þar sem fururnar vaxa og draga þannig úr líkum á að eldurinn kæmist að trjánum. Auk þess sem slökkviliðsmennirnir dreifðu eldhemjandi efnum umhverfis trén og héldu þeim blautum á meðan mesta eld­hættan gekk yfir.

Woolemi-fura í Kew-grasa­garðinum í London. Mynd / VH

 

Sjónarvottar segja að reykurinn í gilinu hafi verið svo mikill fyrst eftir að eldurinn fór í gegnum það að ekki hafi sést hvort björgunaraðgerðin hefði heppnast. Eftir að rofaði til ætluðu menn vart að trúa sínum eigin augum því einungis tvö tré höfðu orðið eldinum að bráð og nokkur önnuð sviðnað lítil­lega. 

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...