Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ullarvikuhúfa
Hannyrðahornið 25. maí 2021

Ullarvikuhúfa

Höfundur: Margrét Jónsdóttir

Nokkrir uppskriftahönnuðir hafa sammælst um að senda uppskriftir í Bændablaðið sem mæla með íslensku garni í uppskriftirnar. Hér kemur sú fyrsta úr smiðju Margrétar Jónsdóttur.

Efni:
50-60 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í aðallit
15-20 gr Þingborgarlopi eða hulduband frá Uppspuna í mynstur
40 eða 50 cm langir hringprjónar nr 4 og 5

Sokkaprjónar nr 5

Prjónafesta:
22 umf og 15 l = 10 x 10 cm
Gætið að prjónafestu og notið minni eða stærri prjóna ef þarf. Eins ef notað er annað band eða lopi en hér er mælt með.

Húfan
Fitjið upp á hringprjón nr 4 80-90 lykkjur í aðallit og prjónið stroff 8 umferðir, sjá teikningu.

(Ef þétt er prjónað þarf að bæta 10 lykkjum við stærðina þegar prjónað er úr huldubandi)

Hægt er að hafa stroffið breiðara ef vill og hafa húfuna þannig dýpri eða bretta upp á. Þegar stroffi lýkur er skipt yfir á hringprjón nr 5.

Prjónið áfram eftir teikningunni. Skiftið yfir á sokkaprjónana þegar hringprjónninn verður of langur í úrtökunni. Þegar 16 lykkjur eru eftir á prjóninum er slitið frá og spottinn hafður 30-40 cm langur. Notið nál til að þræða í gegnum lykkjurnar, fyrst í gegnum lykkjurnar í aðallit og hinar geymdar á prjónum á meðan og þræðið svo í gegnum þær líka og dragið prjóninn úr, gangið vel frá öllum endum að innanverðu.

Þvoið húfuna í höndunum í mildu sápuvatni, kreistið vatnið vel úr og leggið til þerris.

Notið hugmyndaflugið til að skreyta húfuna í toppinn.

Skylt efni: ull | íslenskt garn

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...