Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan
Utan úr heimi 14. júní 2023

Úkraínskur kjúklingur kaffærir innlendan

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Pólsk bændasamtök vara við því að mikill innflutningur ódýrs kjúklingakjöts og eggja frá Úkraínu beri innlenda framleiðslu ofurliði.

Fyrir skemmstu fór að bera á andstöðu pólskra bænda við mikinn innflutning á úkraínskum kornvörum, eftir að tollar á innflutningi voru felldir niður í kjölfar innrásar Rússa.

Nú hefur það sama gerst með afurðir eggja- og kjúklingabænda með þeim afleiðingum að afurðaverð hefur hrunið. Poultry World greinir frá.

Framleiðslukostnaður lægri

Áætlað er að framleiðslukostnaður á eggjum og kjúkling í Úkraínu sé 25 prósent lægri en í Póllandi. Lækkað afurðaverð hefur leitt til að pólskir bændur eiga erfitt með að láta enda ná saman. Nokkrir hafa brugðið til þess ráðs að blanda kjúklingafóður heima á bæ, en varað hefur verið við að það geti minnkað framleiðslu. Fulltrúar bænda hafa sent pólska landbúnaðarráðuneytinu beiðni um að taka málið til umræðu á vettvangi Framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins.

Vilja setja framleiðslukröfur

Pólskir kjúklingaframleiðendur hafa bent á að eina leiðin til að breyta núverandi ástandi sé að framlengja ekki niðurfellingu tolla á innflutningi frá Úkraínu til Evrópusambandsins. Engu breyti ef Pólland eitt og sér taki aftur upp innflutningshömlur, ef úkraínskur varningur kemst óheftur til annarra landa ESB. Innflutningurinn hefur áhrif á markað allra sambandsríkjanna.

Kallað hefur verið eftir að auknar kröfur verði settar á framleiðslu þess kjöts sem flutt er inn, til að jafna stöðu bænda.

Bændurnir bæta við að enginn neiti því að þörf sé á að leggja Úkraínu lið, en nauðsynlegt sé að finna flöt sem kippir ekki stoðunum undan innlendri landbúnaðarframleiðslu.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...