Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ugla er auðvitað uppáhaldsdýrið
Mynd / Aðsend
Fólkið sem erfir landið 14. ágúst 2020

Ugla er auðvitað uppáhaldsdýrið

Hrafn Sölvi Vignisson er 8 ára fjörkálfur sem fæddist í Reykjavík, bjó fyrstu 4 árin á Sauðárkróki en hefur síðan búið á Bifröst.
 
Hann var snemma altalandi og hefur afskaplega gaman af að tala, hann hefur ríkt ímyndunarafl og sterkar og skemmtilegar skoðanir. Hann er mikill áhugamaður um dýr og segist iðulega vera dýrafræðingur þegar hann kynnir sig fyrir fólki.
 
Nafn: Hrafn Sölvi Vignisson.
 
Aldur: 8 ára.
 
Stjörnumerki: Meyja.
 
Búseta: Bifröst.
 
Skóli: Varmalandsskóli.
 
Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Mér finnst íþróttir skemmti­legastar.
 
Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Auðvitað ugla.
 
Uppáhaldsmatur: Pastasalat með beikoni.
 
Uppáhaldshljómsveit: Daði og gagna­magnið.
 
Uppáhaldskvikmynd: Green Lantern.
 
Fyrsta minning þín? Þegar ég labbaði niður stigann og fékk mér vatn með klaka.
 
Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóð­færi? Ég spila á blokkflautu og þverflautu og langar að vera DJ.
 
Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Ég ætla að verða DJ og dýralæknir.
 
Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég fór niður kreisí vatnsrennibraut í Danmörku – Lalandia.
 
Hvað ætlarðu að gera skemmtilegt í sumar? Ég ætla að fara til ömmu minnar, gera eitthvað skemmtilegt með fjölskyldunni minni, hjóla og kannski byggja kofa.
 
Næst » Ég skora á vinkonu mína, Töru Kristínu, að svara næst.
Fjölmennum eigendahópum fjölgar
Fréttir 26. mars 2025

Fjölmennum eigendahópum fjölgar

Undanfarin ár hefur orðið veruleg fjölgun jarða í fjölmennri sameign. Sé miðað v...

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver
Fréttir 26. mars 2025

Rekstrarfélag um lífgas- og áburðarver

Í byrjun mars var rekstrarfélag stofnað utan um starfsemi á lífgas- og áburðarve...

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...