Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Um síðustu aldamót var vitað um eina úlfahjörð í Þýskalandi. Í fyrra voru þær nær tvö hundruð.
Um síðustu aldamót var vitað um eina úlfahjörð í Þýskalandi. Í fyrra voru þær nær tvö hundruð.
Mynd / Thomas Bonometti
Utan úr heimi 4. apríl 2024

Uggandi yfir fjölgun úlfa

Höfundur: Hulda Finnsdóttir

Fjölgun úlfa í Evrópu er orðin raunveruleg ógn við bændur á meginlandinu.

Úlfahjörðum hefur fjölgað jafnt og þétt í Evrópu á síðastliðnum árum eftir að þeir hlutu lagalega vernd í Evrópusambandslöndunum. Hefur það haft í för með sér að útbreiðsla þeirra er að aukast aftur en til dæmis hefur sést til úlfa bæði í Danmörku og Belgíu sem höfðu ekki sést þar í meira en 150 ár. Eru þeir nú orðin mikil ógn við landbúnað, sérstaklega á ákveðnum svæðum í Evrópu.

Ein af helstu ástæðunum er talin vera sú að endurheimt villtrar náttúru hefur verið víða á stefnuskránni innan Evrópusambandsins. Samkvæmt Kjörlendistilskipuninni frá 1992 og Bernarsáttmálanum frá 1979 hljóta gráúlfar sérstaka vernd (e. strictly protected) og er alla jafna bannað að veiða þá.

Í dag er talið að meira en 20.000 úlfar séu á meginlandi Evrópu og fari ört fjölgandi. Eins og áður sagði var Holland nær laust við úlfa í nokkur hundruð ár en nú finnast þar í landi níu úlfapör sem talið er að hafi komið á legg 39 yrðlingum á síðasta ári. Talið er að á síðasta ári hafi verið um 184 úlfahjarðir í Þýskalandi en um síðustu aldamót er talið að ein úlfahjörð hafi verið þar í landi. Ursula von der Leyen, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, hefur varað við þeim ógnum sem steðja af fjölgun úlfa í Evrópu. „Styrkur úlfahjarða á sumum svæðum í Evrópu er orðin raunverulega hætta, sérstaklega fyrir búfénað,“ lét hún hafa eftir sér og hefur hvatt bæði ríkisstjórnir og sveitarstjórnir til að grípa til aðgerða eftir því sem þurfa þykir.

Talið er að smáhestur von der Leyen, Dolly, hafi orðið fyrir úlfaárás árið 2022 og málið standi henni því nærri. Þó er ekki um einkaframtak hennar að ræða en bændur víða um álfuna hafa kallað eftir auknum heimildum til að veiða úlfa. Framkvæmdastjórn ESB hefur nú lagt fram tillögu um að lagalegri vernd úlfa verði breytt þannig að bændur og sveitarstjórnir fái aukin réttindi þegar kemur að því að verja búfénað sinn. Talsfólk endurheimtar villtrar náttúru hafa mælt með því að í stað þess að breyta lagalegri vernd úlfa eigi bændur að þétta rafmagnsgirðingar sínar.

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...

Mun styrkja félögin verulega
Fréttir 6. nóvember 2025

Mun styrkja félögin verulega

Peder Tuborgh, forstjóri skandinavíska mjólkursamlagsins Arla Foods, segir að me...

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir
Fréttir 6. nóvember 2025

Rúmlega þriðjungur skrokkanna rangt flokkaðir

Um 36% þeirra skrokka sem lagðir voru inn frá bændum í Arnarholti í Biskupstungu...

Bændasamtökin funda með bændum
Fréttir 6. nóvember 2025

Bændasamtökin funda með bændum

Fundaröð Bændasamtaka Íslands (BÍ) á landsbyggðinni, Við erum öll úr sömu sveit,...

Lagaumhverfi þarf að styrkja
Fréttir 6. nóvember 2025

Lagaumhverfi þarf að styrkja

Laxey, First Water, Samherji fiskeldi, Thor landeldi og Matorka eru fimm stærstu...

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga
Fréttir 6. nóvember 2025

Tillaga um að framlengja gildandi búvörusamninga

Á borði Bændasamtaka Íslands er nú tillaga frá stjórnvöldum um að gildandi búvör...

Nýtt og glæsilegt menningarhús
21. október 2025

Nýtt og glæsilegt menningarhús

Miklir framtíðarmöguleikar
18. júní 2025

Miklir framtíðarmöguleikar

Hægeldaður lambabógur
6. júní 2023

Hægeldaður lambabógur

Riddarastjarna
20. desember 2019

Riddarastjarna

Er aukefnunum ofaukið?
30. desember 2024

Er aukefnunum ofaukið?

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f