Bárður.
Bárður.
Fréttir 27. nóvember 2024

Tveir nýir feldhrútar á sæðingastöð

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Eins og nýlega hefur verið greint frá hér í blaðinu er feldfjárrækt nú komin inn í Fjárvís og í nýútkominni Hrútaskrá má finna tvo nýja „feldhrúta“ sem komnir eru á sæðingastöð.

Árni Brynjar Bragason, ráðunautur hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, segir að hrútarnir séu ólíkir.

„Annar þeirra, Silfurprúður, kemur úr gamalgrónu ræktuninni á Melhól og dæmdist mjög vel sem lamb, feldlega séð,“ útskýrir Árni.

„Hinn heitir Bárður, en hann er aftur afrakstur sæðinga síðustu ára utan V-Skaft. Fæddur á Bjarnahöfn á Snæfellsnesi þar sem feldfjárrækt hefur aðeins verið reynd en faðir hans er fæddur hjá Ólafi Helga Ólafssyni, frístundabónda í Ólafsvík, sem aðeins er að prófa þessa ræktun líka.“

„Þessi stöðvarhrútur var síðan seldur sem haustlamb að Glitstöðum í Norðurárdal þar sem hann hefur verið að gefa ótrúlega góð feldgæði þó hann sé aðeins 63 prósent af feldfjárættum. Hann er tekinn inn á stöð núna til að fá nýtt blóð að hluta og þá ekki síst hugsaður til nota fyrir stærstu hjarðir feldfjár á Suðurlandi,“ segir Árni enn fremur um Bárð.

Hrútaskráin er nú aðgengileg á vefnum, hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins, þar sem hægt er að fá ítarlegri upplýsingar um þessa tvo tvo nýju feldhrúta.

Silfurprúður

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...