Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tvær bækur skáldkvenna
Líf og starf 2. nóvember 2022

Tvær bækur skáldkvenna

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókasamlagið hefur sent frá sér tvær bækur í samvinnu við skáldkonurnar Sveinbjörgu Sveinbjörnsdóttur og Lilju Magnúsardóttur. Báðar sögurnar gerast í sveit á fyrri tímum.

Önnur bókin er heimildaskáldsaga ættuð úr Skagafirði á 18. öld og segir frá ferð vinnukonu til Vesturheims. Hin bókin fjallar um líf barna í sveit fyrir nokkrum áratugum.

Aldrei nema vinnukona

Sveinbjörg Sveinbjörnsdóttir er höfundur bókarinnar Aldrei nema vinnukona. Sagan gerist um aldamótin síðustu og segir frá vinnukonunni Þuríði Guðmundsdóttur sem fór utan til Ameríku 36 ára gömul til að freista gæfunnar.

Sagan segir frá ferðalagi hennar vestur í heim en á þeirri ferð rifjar hún upp 16 ára starfsferil sem vinnukona í Skagafirði og Húnavatnssýslu.
Saga Þuríðar er einnig saga annarra kvenna og þjóðarinnar allrar á erfiðum tímum. Seinni hluti 19. aldar einkenndist af sívaxandi erfiðleikum bænda vegna hafísa, eldgosa, skipskaða, veikinda og barnadauða.

Þess vegna varð freistandi að flytja til Ameríku í von um meira frelsi og betri afkomu.

Gaddavír og gotterí

Gaddavír og gotterí eftir Lilju Magnúsdóttur segir stuttar sögur af lífi barna í sveit á Íslandi fyrir nokkrum áratugum. Lífið er einfalt og skemmtilegt en líka flókið og hættulegt. Börnin leika sér mikið ein og verða að hafa ofan af fyrir sér sjálf. Dýrin og náttúran eru lífið sjálft. Ævintýri hversdagsins eru viðfangsefnið.

Þessi heimur er okkur horfinn, heimur þar sem voru engin fjarskipti nema sveitasíminn, og enginn skjár nema eitt svarthvítt sjónvarp í stofunni á betri bæjum. Alltsnýstumbúskapinn og dýrin. Hestarnir eru leikfélagarnir. Þeir eru oftast góðir en stundum láta þeir ekki að stjórn og þeir geta líka veikst og dáið. Hænurnar þarf að baða og það gengur ekki átakalaust. Óveður og rafmagnsleysi þekkja allir úr sveitinni, gat verið þreytandi og stundum varasamt. Réttirnar eru toppurinn á tilverunni, heill dagur af skemmtilegheitum en líka áhættuatriðum.

Skylt efni: Bækur | bókaútgáfa

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...