Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Túlípanar  um jólin
Á faglegum nótum 21. desember 2021

Túlípanar um jólin

Höfundur: Vilmundur Hansen

Vöndur með rauðum og hvítum túlípönum, grenigreinum og jólaskrauti eru uppáhald jólasveinanna enda afskaplega falleg skreyting í vasa yfir jólahátíðina og fram á nýja árið.

Ráðlegt er fyrir jólasveina og aðra sem fá sér túlípana fyrir jól að sem stystur tími líði frá því að túlípanarnir eru keyptir og þar til þeim er komið í hreinan vasa með volgu vatni.

Ef kalt er í veðri eins og oft er í desember skal láta vefja blómunum inn í pappír til að verja þau fyrir mesta kuldanum á leiðinni á áfangastað.

Gott er að skáskera aðeins neðan af blómstilkunum með beittum hnífi áður en þeir eru settir í vasann og nota skal blómanæringu fylgi hún með í kaupunum. Einnig skal skipta um vatn annað slagið svo að það fúlni ekki.

Afskorin blóm standa best við lágt hitastig og því skal varast að láta þau standa nálægt miðstöðvarofni. Ekki er heldur ráðlegt að láta þau standa nálægt ávöxtum þar sem þeir gefa frá sér gufur sem flýta fyrir hnignun túlípananna.

Ætlunin að jafna leikinn
Fréttir 25. mars 2025

Ætlunin að jafna leikinn

Markmið nýs jarðhitaátaks er að jafna leikinn á milli þeirra 90% landsmanna sem ...

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr
Fréttir 25. mars 2025

Heimafólk lítt hrifið af áformum Zephyr

Matsáætlun um vindorkuver á Þorvaldsstöðum í Borgarbyggð er nú í skipulagsgátt. ...

Jóhannes nýr bústjóri
Fréttir 24. mars 2025

Jóhannes nýr bústjóri

Jóhannes Kristjánsson hefur verið ráðinn bústjóri Hvanneyrarbúsins.

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...