Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Vigdís Häsler, framkvæmdarstjóri Bændasamtakana.
Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og Vigdís Häsler, framkvæmdarstjóri Bændasamtakana.
Mynd / ghp
Fréttir 12. maí 2022

Tryggir félagslegan stuðning við bændur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra, hefur veitt Bændasamtökunum styrk sem ætlað er að nota til sértækra aðgerða til að tryggja þjónustu og stuðning við viðkvæma hópa í kjölfar Covid-19 faraldursins. Ráðherra og Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka, Íslands undirrituðu samning þess efnis í dag.

Búnaðarþing Bændasamtaka Íslands ályktaði um nauðsyn þess að til kæmi aukinn félagslegur stuðningur við bændur með það að markmiði að tryggja bændum aðgang að fræðslu og leiðbeiningum er varða forvarnir gegn andlegum sjúkdómum og viðbrögð við áföllum.

„Nauðsynlegt er að bændur og aðstandendur hafi og þekki greiðar leiðir til sjálfsbjargar. Þá er einnig mikilvægt að vitundavakning um þessi mál eigi sér stað meðal bænda. Rannsóknir hafa sýnt fram á að bændur um heim allan eru útsettari fyrir atvinnutengdum sjúkdómum, bæði líkamlegum og andlegum, en aðrar starfsstéttir. Fjölmargir þættir hafa áhrif á heilsu fólks og full þörf er á að auka fræðslu og forvarnir um andlega og líkamlega heilsu þeirra sem starfa í landbúnaði. Langvarandi streita, heimsfaraldur og versnandi afkoma hafa reynt mjög á bændur undanfarin ár en það getur leitt til kulnunar og andlegra veikinda,“ segir í tilkynningu frá Bændasamtökunum.

Haft er eftir Gunnari Þorgeirssyni, formanni Bændasamtakana að það sé mikið áhyggjuefni að bændur leita síður hjálpar vegna geðheilsu sinnar.

„Vinnuumhverfi bænda er erfitt og krefjandi og það er afar brýnt að efla forvarnir og auka þekkingu á því hvernig megi bæta vinnuumhverfi þeirra. Bændur þekkja ekki styttingu vinnuvikunnar eða helgarfrí. Lífsstíll og heimilislíf bænda er samtvinnað vinnu þeirra með löngum og óreglulegum vinnustundum. Margir bændur búa líka lengra frá heilsugæslustöðvum og annarri sérfræðiþjónustu en aðrir. Þetta er lýðheilsumál sem við verðum að fara að ræða því kulnun og andleg vanlíðan á sér einnig stað innan þessarar starfsgreinar eins og annarra,“ segir Gunnar.

„Við höfum frá upphafi faraldursins lagt sérstaka áherslu á stuðning við viðkvæma hópa og við vitum að það hefur reynt mikið á bændur síðustu árin, en þeir eru mjög útsettir fyrir atvinnutengdum kvillum. Það er því er einstakt ánægjuefni að geta stutt við þetta mikilvæga verkefni Bændasamtakann,“ er haft eftir Guðmundur Inga Guðbrandssyni, félags- og vinnumálaráðherra.

Gunnar og Guðmundur Ingi við undirritun samningsins í morgun.

 

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...