Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf
Fréttir 19. nóvember 2020

Tröllaskagahólf skilgreint sem sýkt hólf

Höfundur: Vilmundur Hansen

Í ljósi staðfestra riðutilfella í Tröllaskagahólfi er hólfið nú skilgreint í heild sinni sem riðusýkt hólf næstu 20 árin frá síðasta staðfesta tilfelli. Þegar riðuveiki er staðfest taka gildi ýmsar takmarkanir sbr. reglugerð um útrýmingu á riðuveiki, til dæmis er nú óheimilt að:

Flytja sauðfé til lífs milli hjarða.

Flytja milli bæja innan hólfsins hvaðeina, sem getur borið smitefni milli staða, svo sem hey, heyköggla og hálm, húsdýraáburð, túnþökur og gróðurmold nema með leyfi héraðsdýralæknis og að uppfylltum eftirfarandi skilyrðum:
a. hey sé allt í plöstuðum stórböggum eða rúllu,
b. þökur séu aðeins notaðar á svæðum þar sem sauðfé kemst ekki að.

Flytja ull á milli bæja nema með leyfi héraðsdýralæknis.

Flytja fjárklippur, markatengur, lyfjadælur og annan tækjabúnað, sem óhreinkast hefur af fé eða hugsanlega smitmengast á annan hátt á sýktu svæði, til nota í landbúnaði á ósýktu svæði, án vottorðs frá héraðsdýralækni um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað.

Aðilar sem fara milli sóttvarnarsvæða, sýktra svæða, áhættusvæða eða ósýktra svæða, með tækjabúnað til landbúnaðarstarfa skulu fá leyfi héraðsdýralæknis og vottorð um að fullnægjandi sótthreinsun hafi átt sér stað. Þessi tæki og önnur sem óhreinkast af sauðfé á sýktum svæðum skulu sótthreinsuð samkvæmt fyrirmælum héraðsdýralæknis að lokinni notkun á hverjum stað/jörð.

Tröllaskagahólf bætist því í listann yfir sýkt varnarhólf á landinu en þau eru nú sex talsins:

Sýkt varnarhólf:

Vatnsneshólf

Húna- og Skagahólf

Tröllaskagahólf

Suðurfjarðahólf

Hreppa- Skeiða- og Flóahólf

Biskupstungnahólf

Allir flutningar á fé milli hjarða innan þessara svæða og frá þeim (yfir varnarlínur) eru bannaðir, sbr. reglugerð. Til að kaupa líffé inn á sýkt varnarsvæði þarf að sækja um leyfi til MAST, sbr. reglugerð nr. 550/2008. 

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu
Fréttir 27. nóvember 2020

Uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og sveita haldin í dag á netinu

Í dag klukkan 13 verður haldin uppskeruhátíð viðskiptahraðalsins Til sjávar og s...

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna
Fréttir 27. nóvember 2020

Bjargráðasjóður fær 500 milljónir vegna kal- og girðingatjóna

Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun bæta 500 millj...

Aðalfundur LS 2020
Fréttir 27. nóvember 2020

Aðalfundur LS 2020

Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda fór fram í gegnum fjarfundarbúnað fimmtuda...

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets
Fréttir 26. nóvember 2020

Lýsa áhyggjum af hækkunum á gjaldskrá Landsnets

Samband garðyrkjubænda, Sölufélag garðyrkjumanna og Bændasamtök lýsa miklum áhyg...

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni
Fréttir 26. nóvember 2020

Þakkargjörðar-lambabógur eldaður í beinni

Í dag klukkan 15 verður bein útsending á vegum Íslensks lambakjöts á Facebook-sí...

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn
Fréttir 25. nóvember 2020

Besti stuðningurinn felst í því að snúa vörn í sókn

„Það er vissulega mikið áfall þegar svona atburður kemur upp, hann hefur í för m...

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja
Fréttir 25. nóvember 2020

Alþjóðleg vitundarvika um skynsamlega notkun sýklayfja

Dagana 18.–24.nóvember er árleg alþjóðleg vitundarvika um skyn­samlega notkun sý...

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti
Fréttir 24. nóvember 2020

Kindakjötssala dróst saman um 23,5% en 17,9% aukning var í svínakjöti og 39,8% í hrossakjöti

Sala á kjöti frá afurðastöðvum dróst saman um 10,5% í októbermánuði miðað við sa...