Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tré ársins og pálmar í Sahara
Líf og starf 23. janúar 2023

Tré ársins og pálmar í Sahara

Höfundur: Vilmundur Hansen

Annað tölublað skógræktarritsins 2022 kom út skömmu fyrir síðustu jól. Að venju eru í ritinu fjöldi áhugaverðra greina sem tengjast skógrækt og ræktun.

Þar á meðal er grein um áhrif skjóls á nærviðri og plöntuvöxt, skógrækt á vonlausum svæðum og um sedrusviði Atlasfjalla og pálmalundi í Sahara.

Brynjólfur Jónsson segir frá tré ársins sem árið 2022 var sitkagreni skammt frá Systrafossi við Kirkjubæjarklaustur.

Tréð er jafnframt hæsta tré landsins. Benedikt Erlingsson birtir hugleiðingu sem hann kallar Predikun fyrir trúða. Sagt er frá aðalfundi Skógræktarfélags Íslands 2022 sem haldinn var í Hlégarði í Mosfellsbæ í september síðastliðinn og umfjöllunarefni fundarins og niðurstöðu kosninga í stjórn og nefndir.

Í ritinu er einnig að finna minningu um fjóra merka drifkrafta í skógrækt auk þess sem farið er yfir skógræktarárið 2021.

Skógræktarritið kemur út tvisvar á ári og er eina fagrit landsins sem fjallar sérstaklega um skógrækt og málefni henni tengdri.

Skylt efni: skógræktarritið

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...