Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Kóralrif út af strönd Ástralíu.
Mynd / NASA
Utan úr heimi 21. apríl 2023

Toppurinn á ísjakanum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Nýjar rannsóknir á lífríki sjávarrifja og hafinu við Ástralíu sýna að ástand þess er mun verra en áður hefur verið talið. Ástæða þess er sögð vera hækkandi sjávarhiti og óþol núverandi lífvera við breytingunum á búsvæði þeirra.

Auk þess að hækkun sjávarhita hafi neikvæð áhrif á vistkerfi hafsins mun hún draga úr fiskveiðum þar sem framboð á fæðu fyrir nytjategundir mun dragast saman.

Samkvæmt niðurstöðum rannsóknanna, sem birtar voru í Natur, eru um 500 af þeim 1.057 tegundum sem kannaðar voru á verulegu undanhaldi og 300 af þeim á mörkunum að vera flokkaðar í útrýmingarhættu. Rannsóknin náði meðal annars til fiska, kórala, hryggleysingja, þörunga og sjávarplantna.

Aðstandendur rannsóknanna segja að hraði breytinganna sé mikill, að þær eigi sér stað fyrir augum allra sem þær vilji sjá en á sama tíma veki þær litla eftirtekt. Það sem meira er, að niðurstaða rannsóknanna er talin eingöngu vera toppurinn á ísjakanum.

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...