Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollkvótar vegna innflutnings á blómum
Líf og starf 6. janúar 2023

Tollkvótar vegna innflutnings á blómum

Höfundur: Vilmundur Hansen

Engin tilboð bárust um innflutning á plöntum í tveimur tollskrárnúmerum. Þrjú tilboð bárust í innflutning á plöntum í öðrum tollflokkum.

Engin tilboð bárust um innflutning á blómstrandi plöntum með knúppum eða blómum, þó ekki kaktusar, úr tollskrárnúmerum (0602.9081-9083 og 0602.9088). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 2.200 stykkjum. Sömu sögu er að segja um tilboð um innflutning á pottaplöntum til og með einum metri á hæð, þó ekki kaktusar og þykkblöðungar og plöntur af ættkvíslinni Bromilea og plönturnar Erica Gracilis og Calluna í tollskrárnúmeri (0602.9093). Útboðið hljóðaði upp á innflutning á 3.000 stykkjum.

Tvö þúsund rósir

Þrjú tilboð bárust um innflutning á rósum úr tollskrárnúmeri (0603.1100), samtals 5.000 stykkjum, á meðalverðinu 61 króna stykkið. Hæsta boð var 62 krónur stykkið en lægsta boð var 59 krónur stykkið. Tilboðum var tekið frá einu fyrirtæki, Grænum markaði ehf., um innflutning á 2.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 62 krónur stykkið.

Níu þúsund tryggðarblóm

Einnig bárust þrjú tilboð um innflutning á tryggðablómum úr tollskrárnúmeri (0603.1400), samtals 16.000 stykkjum, á meðalverðinu 53 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 42 krónur stykkið. Tilboðum, um innflutning á 9.000 stykkjum á jafnvægisverðinu 60 krónur stykkið, var tekið frá tveimur fyrirtækjum, Garðheimum – Gróðurvörur ehf., 2.000 stykki og Samasem ehf., 7000 stykki.

166.250 afskorin blóm

Þrjú tilboð bárust um innflutning á afskornum blómum og blómknöppum sem notað er í vendi úr tollskrárnúmerum (0603.1903, 0603.1906-1908, 0603.1911-1918 og 0603.1999), samtals 226.250 stykkjum. á meðalverðinu 37 krónur stykkið. Hæsta boð var 60 krónur stykkið en lægsta boð var 5 krónur stykkið. Tilboði var tekið frá þremur fyrirtækjum um innflutning á 166.250 stykkjum á jafnvægisverðinu 5 krónur stykkið. Um er að ræða Garðheima – Gróðurvörur ehf., 10. 000 stykki, Grænn markaður, 50.000 stykki og Samasem, 106.250 stykki.

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum
Fréttir 11. júlí 2025

Glæsilegt Íslandsmót í hestaíþróttum

Íslandsmót fullorðinna og ungmenna var haldið á Brávöllum á Selfossi dagana 25. ...

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum
Fréttir 11. júlí 2025

Sýklalyfjaónæmar bakteríur í íslenskum svínum

Matvælastofnun (MAST) greindi frá því í byrjun mánaðar að MÓSA bakteríur hefðu g...

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...