Orkugerðin í Flóanum.
Orkugerðin í Flóanum.
Mynd / smh
Fréttir 26. nóvember 2024

Tók við dýraleifum af öllu höfuð­borgarsvæðinu og Suðurlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Kjötmjölsverksmiðjan Orkugerðin í Flóanum náði að taka við öllum sláturúrgangi og dýraleifum sem fellur til úr sláturhúsum og í kjötvinnslum á Suðurlandi og höfuðborgarsvæðinu nú í haust.

Ólafur Wernersson, framkvæmdastjóri Orkugerðarinnar.

Að sögn Ólafs Wernerssonar, framkvæmdastjóra Orkugerðarinnar, er það í fyrsta skiptið sem það tekst en eftir stækkun nú í vor hefur afkastageta verksmiðjunnar verið aukin umtalsvert. Í október gat því verksmiðjan tekið á móti um 1.385 tonnum í stað um 800 tonna sem hún áður náði að afkasta.

Tvöföld framleiðsla

„Þetta umframmagn þurfti áður að keyra til urðunar í Álfsnesi,“ segir Ólafur. Hann segir að áhugi á notkun kjötmjölsins til áburðar á ræktarlönd sé svipaður og verið hefur – mætti hins vegar vera meiri – en magnið sem sé í boði hafi nærri tvöfaldast. Það sé núna verkefni hjá þeim að reyna að glæða áhuga bænda á því að nota kjötmjölið. „Við bendum á að tilraunir bænda hafa sýnt fram á að hægt sé að spara innkaup á tilbúnum áburði með því að nota kjötmjölið til dæmis í blöndum með kúamykju í ákveðnum tilvikum,“ segir hann.

„Við sendum svo fyrir skemmstu gám til Yara í Noregi sem vill prófa að nota þetta í áburðarframleiðsluna sína fyrir bændur í lífrænum búskap. Mér skilst að þetta sé hugsað aðallega til markaðssetningar fyrir kornbændur.

Kjötmjölið helst verið notað til landgræðsluverkefna

„Hugmyndin er að ef það viðskiptasamband gengur upp þá sendum við jafnóðum út eftir þörfum en liggjum ekki með lager af kjötmjöli,“ heldur Ólafur áfram. „Ef það kemur pöntun innanlands framleiðum við sérstaklega fyrir hana með því hráefni sem við getum safnað á hverjum tíma. Þannig að ef einhver pantar 100 tonn, þá fær viðkomandi bara næstu 100 tonn úr framleiðslunni, sem tekur kannski tvær vikur að framleiða.

Við megum ekki geyma hráefnið lengi og framleiðum því yfirleitt innan sólarhrings eftir að það berst til okkar,“ segir Ólafur, en kjötmjöl er helst notað til landgræðsluverkefna í dag.

Breytingar á reglum um dreifingu

Hömlur hafa verið á dreifingu á kjötmjöli á Íslandi, þannig að því hefur þurft að dreifa á ræktarlönd fyrir 1. desember á hverju ári sé ætlunin að nytja þau næsta vor til beitar eða fóðurframleiðslu. Ólafur segir þessar reglur hafa haft áhrif á nýtingarmöguleika kjötmjölsins sem áburðargjafa.

„Hins vegar hafa nýlega verið gerðar breytingar á þessari reglugerð þannig að í raun verður kjötmjölið skilgreint sem áburður og dreifing á því leyfð að vori með skilyrðum. Til dæmis ef blandað hefur verið í það kalki til dæmis eða öðrum efnum sem gerir það óhæft til fóðurnotkunar. Við erum nú með það í undirbúningi að koma okkur upp búnaði til íblöndunar,“ segir Ólafur.

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland
Fréttir 5. desember 2024

Friðheimar kaupa Jarðarberjaland

Eigendur Friðheima, Knútur Rafn Ármann og Helena Hermundardóttir, munu taka við ...

Áfrýjar dómi
Fréttir 5. desember 2024

Áfrýjar dómi

Undanþágur kjötafurðastöðva frá samkeppnislögum féllu úr gildi með dómi Héraðsdó...

Mismunur bændum í óhag
Fréttir 5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Í dag kostar 306 krónur að framleiða lítra af mjólk samkvæmt nýsamþykktum verðla...

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á veg...

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina
Fréttir 4. desember 2024

Hrossafeitin mýkri fyrir húðina

Fremur mun fátítt að hrossafeiti sé notuð í sápuframleiðslu hérlendis. Úr tíu kí...

Nýr skóli byggður
Fréttir 3. desember 2024

Nýr skóli byggður

Fyrsta skóflustungan var tekin á dögunum að nýjum Bíldudalsskóla sem verður samr...

Ávextir beint frá spænskum bónda
Fréttir 3. desember 2024

Ávextir beint frá spænskum bónda

Rekstur norðlenska innflutnings­fyrirtækisins Fincafresh hefur vaxið jafnt og þé...

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga
Fréttir 2. desember 2024

Félagssálfræðilegur munur milli sveitarfélaga

Vonast er til að að aukin þekking á sálfræðilegum hliðum byggðamála geti stuðlað...

Mismunur bændum í óhag
5. desember 2024

Mismunur bændum í óhag

Vegaframkvæmdum forgangsraðað
4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Þjóðarréttur Íslendinga
4. desember 2024

Þjóðarréttur Íslendinga

Baldur Högni
4. desember 2024

Baldur Högni

Tildra
4. desember 2024

Tildra