Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Fréttir 25. ágúst 2020

Tjón á girðingu við ristarhlið á mörkum varnarhólfa

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Vegagerðin setti sig í samband við Matvælastofnun vegna áforma um að fjarlægja tvö ristarhlið á þjóðvegi 1 í Húnaþingi og eitt ristarhlið við Héraðsvötn í Skagafirði. Ristarhliðin eru í slæmu ástandi og ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar. Matvælastofnun upplýsti Vegagerðina um svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um heimild til að fjarlægja ristarhliðin með fyrirvara um að ekki stafi ógn af því með tilliti til smitsjúkdóma í dýrum. Tilteknar varnarlínur eru milli riðu- og riðulausra svæða og ekki forsendur til að veita tilslakanir. Mistök í samskiptum urðu til þess að Vegagerðin taldi sig hafa heimild til að fjarlægja ristarhliðin.

Ristarhliðin þrjú eru enn á sínum stað og verða ekki fjarlægð nema smitvarnir séu tryggðar. Tjón hefur hins vegar orðið á girðingu við ristarhliðið við Héraðsvötn með þeim afleiðingum að tveir línubrjótar komust í gegn. Starfsmenn Matvælastofnunar brugðust strax við og aflífuðu kindurnar tvær. Viðgerð á girðingunni er í forgangi.

Matvælastofnun, Vegagerðin og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu skoða hvernig standa eigi að vegaframkvæmdunum þannig að umferðaröryggi og dýraheilbrigði sé eins og best verður á kosið. Matvælastofnun áréttar að ristarhlið á mörkum varnarhólfa gegn sauðfjársjúkdómum verða ekki fjarlægð nema tryggt sé að sauðfé komist ekki yfir varnarlínur.

 

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...