Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Ristarhlið á þjóðvegi 1 á Norðurlandi ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar en Matvælastofnun bendir á að tillit verði að taka til smitsjúkdóma í dýrum við fjarlægingu þeirra.
Fréttir 25. ágúst 2020

Tjón á girðingu við ristarhlið á mörkum varnarhólfa

Höfundur: Erla Gunnarsdóttir

Vegagerðin setti sig í samband við Matvælastofnun vegna áforma um að fjarlægja tvö ristarhlið á þjóðvegi 1 í Húnaþingi og eitt ristarhlið við Héraðsvötn í Skagafirði. Ristarhliðin eru í slæmu ástandi og ógna umferðaröryggi að mati Vegagerðarinnar. Matvælastofnun upplýsti Vegagerðina um svar atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins um heimild til að fjarlægja ristarhliðin með fyrirvara um að ekki stafi ógn af því með tilliti til smitsjúkdóma í dýrum. Tilteknar varnarlínur eru milli riðu- og riðulausra svæða og ekki forsendur til að veita tilslakanir. Mistök í samskiptum urðu til þess að Vegagerðin taldi sig hafa heimild til að fjarlægja ristarhliðin.

Ristarhliðin þrjú eru enn á sínum stað og verða ekki fjarlægð nema smitvarnir séu tryggðar. Tjón hefur hins vegar orðið á girðingu við ristarhliðið við Héraðsvötn með þeim afleiðingum að tveir línubrjótar komust í gegn. Starfsmenn Matvælastofnunar brugðust strax við og aflífuðu kindurnar tvær. Viðgerð á girðingunni er í forgangi.

Matvælastofnun, Vegagerðin og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið munu skoða hvernig standa eigi að vegaframkvæmdunum þannig að umferðaröryggi og dýraheilbrigði sé eins og best verður á kosið. Matvælastofnun áréttar að ristarhlið á mörkum varnarhólfa gegn sauðfjársjúkdómum verða ekki fjarlægð nema tryggt sé að sauðfé komist ekki yfir varnarlínur.

 

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...