Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Hann er á í Norðurá í Borgarfirði á fyrsta degi hjá Guðrúnu Sigurjónsdóttur, formanni félagsins, með fyrsta flugulaxinn sinn.
Mynd / María Gunnarsdóttir
Í deiglunni 30. september 2019

Tíu til fimmtán þúsund færri laxar en í fyrra

Höfundur: Gunnar Bender
Veiðisumarið er að verða búið í laxinum, en mun minna hefur veiðst af honum en í fyrra. Það er samt hellingur eftir í sjó­birt­ingum og hann hefur gengið vel fyrir austan, Tungufljótið og Tungulækur að gefa vel.
 
„Við vorum í Geirlandsá um daginn og fengum 4 laxa og einn sjóbirting, birtingurinn var bara alls ekki mættur en hann kemur,“ sagði veiðimaður sem var á veiðislóðum fyrir austan og veiddi mest lax, það sem hefur vantað í laxveiðiárnar í sumar víða um land.
 
Við erum  að tala um líka 10 til 15 þúsund færri laxa í laxveiðiánum þetta sumarið og það munar um minna í veiðinni. Kíkjum aðeins á veiðilistann, í efsta sæti er Eystri-Rangá, síðan kemur Ytri-Rangá og Sela í Vopnafirði, svo Miðfjarðará.
 
„Það var gaman í Miðfjarðará um daginn og áin er skemmtileg,“ sagði Hafþór Óskarsson, sem var á árbökkunum undir það síðasta í ánni. Svo kemur Þverá í Borgarfirði, Urriðafoss í Þjórsá, svo Laxá  á Ásum og síðan Hofsá, svona mætti  lengi telja.
 
Góðar laxveiðiár eru ekki ofar­lega eins og Norðurá í Borgarfirði og Laxá í Kjós en það kemur sumar eftir þetta sumar. Bara verst að enginn veit hvernig næsta sumar verður, það er heila málið. Við skulum sjá stöðuna þegar nær dregur. Allt getur gerst á árbökkunum en þetta þarf að batna verulega.

Skylt efni: stangaveiði | Laxveiði

Umfang útiræktunar dregst saman
Fréttir 21. mars 2025

Umfang útiræktunar dregst saman

Matvælaráðuneytið hefur afgreitt jarðræktarstyrki til garðyrkjubænda vegna útiræ...

Fleiri svínum slátrað
Fréttir 21. mars 2025

Fleiri svínum slátrað

Mikil aukning var í svínaslátrun hjá Sláturfélagi Suðurlands árið 2024 en mismik...

Bændablað úr frjóum jarðvegi
Fréttir 21. mars 2025

Bændablað úr frjóum jarðvegi

Áskell Þórisson, blaðamaður og ljósmyndari, varð fyrsti ritstjóri Bændablaðsins ...

Eignast allt Lífland
Fréttir 21. mars 2025

Eignast allt Lífland

Þórir Haraldsson hefur skrifað undir kaup á 50 prósenta hlut í Líflandi ehf. af ...

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi
Fréttir 21. mars 2025

Landbúnaðartæki verði undanskilin kílómetragjaldi

Bændasamtök Íslands kalla eftir því að dráttarvélar og eftirvagnar í landbúnaði ...

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði
Fréttir 21. mars 2025

Slátrun á Hvammstanga áfram með svipuðu sniði

Slátrun hjá Sláturhúsi Kaupfélags Vestur-Húnvetninga (SKVH) á Hvammstanga verður...

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...