Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Starfsfólk Landgræðslunnar við störf á Geitasandi. F.v.: Anne Bau, Urður Einarsdóttir, Sóldögg Rán Davíðsdóttir, Snorri Björn Magnússon, Elísa Inger Jónsdóttir, Guðný Rut Guðnadóttir, Sigurður Smári Davíðsson og Róbert Ívar Arnarsson.
Mynd / Dúi J. Landmark
Líf og starf 30. júní 2021

Tilraunir á Geitasandi með áhrif lífrænna efna á gróðurframvindu

Höfundur: smh

Í byrjun árs var sett af stað samstarfsverkefni um þróun á íslenskum áburði með sjálfbærum framleiðsluaðferðum. Einn angi þess verkefnis er að kortleggja allt lífrænt hráefni sem getur nýst til áburðarframleiðslu. Verkefnisstjórn er í höndum Matís, en samstarfsaðilar eru Atmonia, Landsvirkjun, Landbúnaðarháskóli Íslands og Landgræðslan – sem nýlega setti upp tilraunir á Geitasandi í Rangárvallasýslu þar sem borin eru saman áhrif mismunandi lífrænna efna á gróðurframvindu á rýrum mel.

Samstarfsverkefnið heitir Sjálf­bær áburðarvinnsla og fékk tveggja ára styrk frá Markáætlun Rannís. Takmarkið er að finna leiðir til að bæta næringarefnum í lífrænan úrgang og gera þau að verðmætum áburði.

Loftmyndir af sáningarreitum á Geitasandi.

Áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna

Í tilraun Landgræðslunnar eru borin saman áhrif sex mismunandi tegunda lífrænna efna, með eða án viðbættra næringarefna og sum þeirra í misstórum skömmtum. Allur úrgangur hefur verið meðhöndlaður á þann hátt að leyfilegt er að dreifa honum til uppgræðslu.

Í umfjöllun á vef Landgræðslunnar um tilraunina á Geitasandi kemur fram að hingað til hafi skort leiðir til að endurnýta allan lífrænan úrgang á vistvænan hátt, sérstaklega svokallaðan „vandamálaúrgang“.

Tilraunaverkefni Landgræðslunnar, þar sem mismunandi tegundum af lífrænum áburði er dreift á Geitasandi til að skoða áhrif á gróðurframvindu.

Mannaseyra er vandamálaúrgangur

„Vandamálaúrgangur sem hér er notað sem samheiti yfir efni sem eru illa nýtt, s.s. mannaseyra og ýmis úrgangur frá eldisdýrum, er oft urðaður eða hleypt út í sjó. Hann mætti hins vegar frekar kalla „tækifærisúrgang“.

Þessi tækifærisúrgangur inniheldur mikið magn dýrmætra næringarefna og það er því fullkomin sóun að nýta hann ekki, sérstaklega í landi þar sem ástand gróðurs og jarðvegs er svona bágborið. Því er til mikils að vinna að nýta hann sem best og nota í stað tilbúins innflutts áburðar þar sem það er hægt, en tilbúinn áburður hefur margfalt hærra kolefnisspor og er dýr í innkaupum. Tækifærisúrgangurinn er hins vegar heimafenginn og oftast gjaldfrjáls,“ segir í umfjölluninni.

Haft er eftir Magnúsi H. Jóhannes­syni, teymisstjóra Landgræðslunnar, að geysilega mikil verðmæti séu fólgin í lífrænum úrgangi, þó flest okkar líti á hann sem vandamál sem best sé að losna við sem fyrst. Hann segir að næringarefnin séu nákvæmlega jafn verðmæt og í tilbúnum áburði, bara aðeins þyngri í notkun.

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi
Fréttir 16. apríl 2025

Fimmtíu gripir með T137 finnast í Skaftárhreppi

Áfram finnast sauðfjárbú með arfgerðabreytileikann T137 í hjörð sinni, sem talin...

Fuglavernd í hart við Yggdrasil
Fréttir 15. apríl 2025

Fuglavernd í hart við Yggdrasil

Fuglavernd hefur kært Yggdrasil Carbon ehf. til lögreglu fyrir að rista upp land...

Áherslur á Búnaðarþingi
Fréttir 15. apríl 2025

Áherslur á Búnaðarþingi

Á Búnaðarþingi 20. til 21. mars síðastliðinn var ályktað um áherslur á komandi s...

Ný hveitimylla ólíkleg
Fréttir 14. apríl 2025

Ný hveitimylla ólíkleg

Opinberir aðilar hafa ekki gefið Líflandi formlega staðfestingu á að reglur sem ...

Ráðuneytið má ekki grípa inn í
Fréttir 14. apríl 2025

Ráðuneytið má ekki grípa inn í

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra hefur sagt í fjölmiðlum að ef Lífla...

Stefnir stærsti hluthafi Örnu
Fréttir 14. apríl 2025

Stefnir stærsti hluthafi Örnu

Stefnir sjóðastýringarfyrirtæki hefur fjárfest í Örnu og er nú skráður stærsti h...