Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Sölvi Arnarsson, ábúandi í Efstadal II og formaður Félags ferðaþjónustubænda.
Sölvi Arnarsson, ábúandi í Efstadal II og formaður Félags ferðaþjónustubænda.
Fréttir 6. apríl 2020

Tilbúnir þegar markaðurinn opnast aftur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Ferðamönnum á landinu hefur fækkað gríðarlega í kjölfar COVID-19 faraldursins. Formaður Félags ferðaþjónustubænda segir ýmis úrræði séu til staðar til að koma fyrirtækjum í gegnum vandann og að ferðaþjónustubændur verði tilbúnir í slaginn þegar hjólin fara að snúast aftur.

Sölvi Arnarsson, ábúandi að Efstadal II og formaður Félags ferðaþjónustubænda, segir að vegna COVID-19 sé ekki mikið að ferðamönnum á ferð á landinu um þessar mundir.

„Satt best að segja eru sárafáir á ferð og ef við tölum um erlenda ferðamenn þá eru þeir síðustu líklega að fara úr landi þessa dagana. Hjá okkur hér í Efstadal hefur einn og einn ferðamaður verið að kíkja við síðustu daga og þá fólk á eigin vegum. Mér skilst að ástandið sé svipað hjá kollegum mínum um allt land.“

Ferðaþjónustubændur fara að reglum

„Ég held að fyrsta aðgerð hjá ferðaþjónustubændum líkt og öðrum sé að huga að heilsunni og fara að ráðum og reglum landlæknis og sóttvarnarteymisins. Ferðþjónustubændur fara að reglum um samkomubann og reyndar tel ég að stór hluti af okkar félagsmönnum sé með lokað eins og stendur.“

Blandaður búskapur

Sölvi segir að auk ferðaþjónustu sé margir bændur með blandaðan búskap, sauðfjár-, eða kúabú. „Þeir sem haga hlutunum þannig eru að sinna þeim hluta búskaparins og ekkert annað að gera en að bíða eftir að hjól ferðaþjónustunnar fara að snúast aftur í júní.“

Margir að leggja sitt af mörkum

„Staðan hjá þeim sem eingöngu eru með ferðaþjónustu er eðlilega erfið. Ríkið er að leggja sitt af mörkum og það munar mikið um þær aðgerðir. Vinnuskerðingarleiðin hjálpar mörgum hvort sem það eru atvinnurekendur eða launþegar. Bankarnir eru einnig opnir fyrir því að aðstoð fólk vegna afborgana af lánum og því úrræði þar. Sveitarfélögin hafa líka gefið vilyrði fyrir frestun á fasteignagjöldum. Það eru því mörg úrræði í boði og margir að leggja sitt af mörkum til að kom til móts við fólk vegna ástandsins.

Félag ferðaþjónustubænda vinnur einnig í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að því að veita þeim sem slíkt þurfa fjármálaráðgjöf.

Í fyrstu atrennu eru þetta allt stór skref í rétta átt og ég hvet okkar félagsmenn til að nýta þau.“

Tilbúnir þegar markaðurinn opnast

Sölvi segir að ferðaþjónustubændur ætli ekki að láta deigan síga og verði tilbúnir þegar markaðir opnast aftur. Þeir hyggjast fara í gang með auglýsingaherferð og láta vita af sér.

„Félag ferðaþjónustubænda er hluthafi í Ferðaþjónustu bænda og hún sinnir gríðarlega öflugu markaðastarfi og verður tilbúin í slaginn þegar verður flautað til leiks að nýju,“ segir Sölvi Arnarsson, formaður Félags ferðaþjónustubænda.
 

Heimsmet í skráningum
Fréttir 12. júní 2025

Heimsmet í skráningum

Hið árlega Reykjavíkurmeistaramót Fáks fer fram nú í vikunni í Víðidalnum. Þetta...

Heildarlög um loftslagsmál
Fréttir 12. júní 2025

Heildarlög um loftslagsmál

Drög að frumvarpi til nýrra heildarlaga um loftslagsmál hefur verið birt í Samrá...

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk
Fréttir 12. júní 2025

Auðhumla sýknuð í máli um umframmjólk

Héraðsdómur Suðurlands sýknaði samvinnufélagið Auðhumlu af kröfum einkahlutaféla...

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður
Fréttir 12. júní 2025

Landbúnaðarstuðningur ígrundaður

Í nýrri skýrslu um svæðisbundinn stuðning í íslenskum landbúnaði er nokkrum mögu...

Salmonella í Fellshlíð
Fréttir 12. júní 2025

Salmonella í Fellshlíð

Salmonella hefur greinst á kúabúinu Fellshlíð í Eyjafirði. Matvælastofnun hefur ...

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar
Fréttir 12. júní 2025

Bændum tryggt svigrúm til hagræðingar

Hanna Katrín Friðriksson atvinnuvegaráðherra segir að vinna standi yfir við nýtt...

Nýtt mælaborð í Jörð
Fréttir 11. júní 2025

Nýtt mælaborð í Jörð

Mælaborði hefur verið bætt í skýrsluhaldskerfið Jörð.is og auðveldar það bændum ...

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki
Fréttir 10. júní 2025

Lífgúmmí framleitt úr birkiberki

Gúmmíiðnaðurinn hefur verið að þróast, m.a. í viðleitni til að minnka kolefnisfó...