Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Þverá
Bóndinn 13. janúar 2022

Þverá

Daníel Atli er fæddur og uppalinn í Klifshaga í Öxarfirði. Berglind er fædd og uppalin í Lýtingsstaðahreppi hinum forna. Árið 2019 kaupa þau kindur og vélar og taka jörðina á leigu af ömmusystur Daníels og manni hennar, þeim Árdísi og Tryggva, en þau búa í öðru húsi á jörðinni og eru með nokkrar kindur líka. 

Býli: Þverá.

Staðsett í sveit: Þessi Þverá er í Reykjahverfi.

Ábúendur: Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Fjölskyldustærð (og gæludýra): Daníel Atli Stefánsson og Berglind Heiða Guðmundsdóttir.

Stærð jarðar?  4.000 ha.

Gerð bús? Sauðfjárbú.

Fjöldi búfjár og tegundir? Í vetur eru 325 ær, 93 gimbrar, 14 hrútar og 8 smálömb. Hestarnir eru tveir þótt þeim sé laumað annað á veturna.  

Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Þeir eru eðli málsins samkvæmt jafn misjafnir og þeir eru margir. Sauðburður tekur allan tíma á vorin og sumrin fara í heyskap. Daníel fer í rúningsverktíðir í mars og nóvember. Einnig grípur hann í aðra vinnu þegar tími gefst. Berglind starfar utan bús sem sjúkraliði á Húsavík en er í veikindaleyfi. 

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Það er alltaf skemmti-legast að ragast í lömbum á haustin, sérstaklega ef þau eru sæmileg eftir sumarið. Sauðburður alltaf skemmtilegur líka ef vel gengur. Leiðinlegast er að setja fullorðinsnúmer í líflömbin og þegar dýr veikjast.

Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir fimm ár? Vonandi með svipuðum hætti, kannski nokkrum kindum meira ef allt gengur upp.

Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í framleiðslu íslenskra búvara? Með því að leggja þessa ágætu vöru fram á aðeins seljanlegri máta. Fólk virðist hafa minni tíma en áður og því þarf að svara þeirri köllun neytenda að varan sé í fjölskylduvænni umbúðum og þannig fram sett að menn vilji kaupa vöruna. 

Á sama tíma verðum við bændur að leggja okkur fram við að framleiða vöru sem við getum verið stoltir af að leggja á markað til neytenda. Hugsanlega væri þá betra ef afurðaverð væri þannig að enn meira væri borgað fyrir góða vöru og enn minna fyrir lakari vöru.

Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, smjör og ostur.

Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Feitt kjöt af veturgömlum kindum. Í öllum mögulegum framsetningum.

Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Þegar við vorum heilan dag að keyra heim rúllum.

Berglind dró vagninn og Daníel setti á og tók af á annarri vél. Við brunuðum til Akureyrar um kvöldið og daginn eftir fæddist Pétur Björn.

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...