Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum
Mynd / Bbl
Á faglegum nótum 30. nóvember 2020

Þróun framlaga til skógræktar á lögbýlum

Höfundur: Naomi Bos og Hlynur Gauti Sigurðsson

„Skógrækt á lögbýlum“, áður „Landshlutaverkefni í skógrækt“, er verkefni sem Skógræktin hefur umsjón með og veitir landeigendum um land allt tækifæri til að rækta skóg. Að minnsta kosti 640 jarðir eru samningsbundnar Skógræktinni, en þessum samningum fjölgar stöðugt. Markmiðin eru ýmiss konar, fyrst og fremst að byggja upp nýja skógarauðlind,  binda kolefni, skapa atvinnu, styrkja byggð á landsbyggðinni, og að auka lífsgæði fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir.   

Eflingu skógræktar má rökstyðja á margan hátt, en kolefnisbinding er ein þeirra röksemda og af mörgum talin sú mikilvægasta. Loftslagsváin og viðbrögð við henni er ein stærsta áskorun 21. aldar, og skógrækt er ómissandi aðferð til að draga úr gróðurhúsalofttegundum eins og kemur fram í Aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar í Loftslagsmálum. Mikilvægt er að nægt fjármagn fylgi eftir eflingu skógræktar og til þeirra sem rækta skóginn; bændurnir, aðrir landeigendurnir og áhugasamt fólk sem gegnir lykilhlutverki með því að leggja til sitt land og útvega sér og öðrum vinnu um leið. 

Grafið sýnir framlög til skógræktar á lögbýlum í milljónum króna (bláu súlurnar) og fjölda gróðursettra trjáplantna á lögbýlum (rauða línan) á hverju ári milli 2007 og 2019. Grafið var unnið af Naomi Bos og byggir á gögnum úr ársritum Skógræktarinnar (árin 2016-2019) og ársskýrslum landshlutaverkefnanna (árin 2007-2015).

Framlög til skógrækt á lögbýlum voru 27% lægri 2019 en þau voru árið 2007

Framlög til skógarbænda samanstanda aðallega af framlagi til plöntukaupa, gróðursetningar, girðingavinnu og umhirðu skóga eins og snemmgrisjun. Á meðfylgjandi grafi sýna súlurnar framlög til skógræktar á lögbýlum síðastliðin 12 ár. Þrátt fyrir lítils háttar aukningu milli 2018 og 2019 má sjá að framlög hafa lækkað síðan 2007. Til dæmis voru framlög fyrir árið 2019 u.þ.b. 27% lægri en þau voru árið 2007. Þar sem hér er ekki tekið tillit til þróunar vísitölu neysluverðs má gefa sér að raunlækkun sé enn meiri. Afleiðing af þessu er til dæmis að fjöldi trjáplantna sem hægt væri að gróðursetja hefur dregist saman, meðal annars vegna verðhækkana plantna á tímabilinu. 

Stórfelld fækkun gróðursettra plantna á lögbýlum

Gróðursettum plöntum hefur fækkað um helming á tímabilinu eins og sjá má á línu á meðfylgjandi grafi. Lækkun framlaga hefur haft afgerandi áhrif, t.a.m. á plöntuframleiðendur. Plöntuframleiðendum fækkaði og nokkrir fóru í þrot. Framboð á trjáplöntum breyttist fyrir vikið. Frá 2017 og 2019 jókst plöntufjöldi um u.þ.b. 11%, sem er allt of lítið. Grundvöllur aukinnar gróðursetningar fellst í tryggu plöntuframboði. Plöntuframleiðendur þurfa að skipuleggja sig fram í tímann og  til þess þarf að vera tryggt  fjármagn í verkefnið. 

Fólk hefur áhuga á skógrækt og til að efla skógrækt eru auknar fjárveitingar nauðsynlegar

Margir, þar á meðal bændur og aðrir landeigendur, hafa áhuga á skógrækt. Hjá Skógrækinni er mikil eftirspurn eftir samningum og fjölgar jörðum með samning ört á milli ára. Samningsbundið land sem bíður til skógræktar verður því sífellt stærra. Það er því augljóst að ekki vantar áhuga fólks á að efla skógrækt á landinu, það vantar meira fé. Væntanlegur framlög fyrir árið 2020 er hærri en fyrir árið 2019 og gert er ráð fyrir áframhaldandi aukningu árið 2021. Þessari þróun verður að halda áfram. Með því að auka fjárveitingar til skógræktar til aukinnar gróðursetningar eykst kolefnisbinding í skógum á Íslandi. Auk þess að byggja upp skógarauðlind og ekki síst auka atvinnu fyrir bæði núverandi og komandi kynslóðir.  Þess vegna er mikilvægt að fjárfesta í skógrækt. 

Fyrir hönd Landssamtaka skógareigenda,

Naomi Bos

MS í búvísindum, formaður

Félags skógarbænda á Vestfjörðum

og stjórnarmaður LSE

Hlynur Gauti Sigurðsson

framkvæmdastjóri LSE

Skylt efni: skógarbændur | Skógrækt

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti
Fréttir 25. apríl 2025

Plastbrúsar framleiddir úr endurunnu rúlluplasti

Fyrirtækið Pure North í Hveragerði hefur nú náð að loka hringrás endurvinnslu á ...

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs
Fréttir 25. apríl 2025

Reykjavík Open 2025 – Friðriki til heiðurs

Reykjavík Open, sem hófst miðvikudaginn 9. apríl í Hörpu, hefur fyrir löngu fest...

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar
Fréttir 24. apríl 2025

Málstofa um áburðarmöguleika fiskeldisseyrunnar

Fiskeldi á landi er vaxandi atvinnugrein, allnokkur stór eldisfyrirtæki eru í up...

Framleiðsla á Hrym í Búðardal
Fréttir 23. apríl 2025

Framleiðsla á Hrym í Búðardal

Fyrirhuguð er stórtæk framleiðsla á lerkiafbrigðinu Hrymi í Dalabyggð á næstu mi...

Skógur alltaf til bóta
Fréttir 22. apríl 2025

Skógur alltaf til bóta

Rannsóknir sýna að áhrif skógræktar á kolefnisforða jarðvegs eru nær alltaf orði...

Fjársjóður fjalla og fjarða
Fréttir 22. apríl 2025

Fjársjóður fjalla og fjarða

Tveggja daga íbúaþing, undir stjórn Sigurborgar Kr. Hannesdóttur, fór fram í Rey...

Er plantað nóg?
Fréttir 16. apríl 2025

Er plantað nóg?

Skógarbændur gegna mikilvægu hlutverki við landgræðslu og skógrækt. Þannig er sk...

Trump skellir í lás
Fréttir 16. apríl 2025

Trump skellir í lás

Alþjóðasamfélagið er skekið eftir tollahækkanir Trumps í þarsíðustu viku.