Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þrjár skáldkonur
Líf og starf 20. desember 2022

Þrjár skáldkonur

Höfundur: Vilmundur Hansen

Skriða á Patreksfirði hefur sent frá sér þrjár bækur. Tvær ljóðabækur, Næturlýs og Spádómur fúl­eggsins og eina barna­bók, Með vindinum liggur leiðin heim.

Með vindinum liggur leiðin heim er barnabók eftir Auði Þórhallsdóttur. Töfrar lífsins gerast í lítilli vík í norðri þegar andarungar skríða úr eggjum. Andamamma brýnir fyrir börnum sínum hversu mikilvægt sé að halda hópinn en einn þeirra gleymir sér yfir undrum veraldar og týnist.

Gamall lífsreyndur hundur finnur ungann og með þeim tekst einstök vinátta. Þrátt fyrir að unginn finni öryggi og ást hjá hundinum og fjölskyldu hans þá býr innra með honum þrá eftir frelsi fuglanna. Bókin byggir á sannri sögu af vinskap hunds og andarunga.

Næturlýs er ljóðabók eftir Sigurbjörgu Friðriksdóttur. Þetta er þriðja ljóðabók höfunda og segir í kynningu að ljóðin séu myrk og meitluð og draga lesandann inn á svið þar sem öll skilningarvit eru virkjuð.

Spádómur fúleggsins er ljóðabók eftir Birtu Ósmann Þórhallsdóttur og jafnframt fyrsta ljóðabókin sem hún gefur út undir eigin nafni. Bókin fjallar um það að nema drauma, að nema tíma fugla, fiska og manna, að nema það sem kemur og hverfur. Birta hefur áður sent frá sér örsagnasafnið Einsamræður og hún hlaut Nýræktarstyrk Miðstöðvar íslenskra bókmennta árið 2016.

Skylt efni: bókaútgáfa

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...

Súlur 2025 komnar út
Fréttir 4. júlí 2025

Súlur 2025 komnar út

Tímaritið Súlur kom út á dögunum. Súlur er ársrit Sögufélags Eyfirðinga og hefur...

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla
Fréttir 4. júlí 2025

Metfjöldi gesta á Skógardeginum mikla

Nýr Íslandsmeistari í skógarhöggi og fleiri keppnisgreinum var krýndur í Hallorm...

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu
Fréttir 4. júlí 2025

Útvarp Bændablaðið: Samruni Arla og DMK gefur möguleika á gríðarlegri hagræðingu

„Kannski sýnir þessi samruni hversu gríðarlega stærðarhagkvæmni er í söfnun og v...