Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þórshani
Mynd / Óskar Andri Víðisson
Á faglegum nótum 31. ágúst 2022

Þórshani

Höfundur: Óskar Andri Víðisson

Þórshani er afar sjaldgæfur varpfugl, talið er að hér séu aðeins um 300 fuglar í smáum byggðum umhverfis landið. Vegna þessa nýtur hann sérstakrar friðunar sem felur í sér að dvöl manna við hreiður Þórshana er óheimil nema með sérstakri undanþágu frá Umhverfisstofnun.

Hann kemur hingað seinastur allra farfugla og dvelur ekki nema 1-2 mánuði á varpstöðvum. Þar fyrir utan er talið að þeir dvelji á rúmsjó allt að því 10-11 mánuði á ári og eru því vetrarstöðvar þeirra lítið þekktar. Hann er í lítilli ætt sundhana ásamt óðinshana og freyshana. Þórshani á það sameiginlegt með frændum sínum að kvenfuglinn er skrautlegri og á frumkvæði að tilhugalífinu. Ljósmyndin sýnir karlfugl en líkt og hann er kvenfuglinn rauðbrúnn að neðan en með svartan koll, goggrót og hvítan vanga. Þegar hún hefur orpið tekur karlinn alfarið við og sér um að liggja á eggjunum og koma ungum á legg. Kvenfuglarnir koma ekki nálægt uppeldinu heldur hópast saman eða parast aftur við aðra karlfugla og gætu þess vegna orpið aftur.

Atferli þórshana og óðinshana er mjög svipað en þeir sjást oftast á sundi þar sem þeir synda rösklega í hringi í fæðuleit. Þeir dýfa goggnum ótt og títt í vatnið til að safna alls konar smádýrum sem þyrlast upp undan þeim. Ásamt þessu éta þeir einnig rykmý af bökkum og yfirborði vatns. Þórshani er einstaklega gæfur en best er að hafa hægt um sig nálægt þeim, láta þá óáreitta og þá koma þeir gjarnan alveg upp að manni.

Skylt efni: fuglinn

Ársfundi LSB frestað aftur
Fréttir 11. júlí 2025

Ársfundi LSB frestað aftur

Í sumar hefur þurft að fresta ársfundi Lífeyrissjóðs bænda tvisvar.

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað
Fréttir 11. júlí 2025

Þrjár varnarlínur lagðar niður og hólfum fækkað

Þrjár sauðfjárveikivarnarlínur hafa verið lagðar niður og fækkar varnarhólfum um...

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár
Fréttir 11. júlí 2025

Hvíla þarf kartöflugarða í Þykkvabænum í þrjú ár

Atvinnuvegaráðuneytið hefur sent kartöflubændunum í Hrauk í Þykkvabænum fyrirmæl...

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum
Fréttir 10. júlí 2025

Ný nálgun í vörnum gegn dýrasjúkdómum

Róttækar breytingar eru að verða á regluverki varna gegn dýrasjúkdómum.

Salmonella á Kvíabóli
Fréttir 10. júlí 2025

Salmonella á Kvíabóli

Matvælastofnun (MAST) hefur sent út tilkynningu um að salmonella hafi greinst á ...

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi
Fréttir 10. júlí 2025

Rekstrarvandi vegna samdráttar í útflutningi

Eftir þungan rekstur síðasta vetur glímir ullarvinnslufyrirtækið Ístex við fjárh...

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum
Fréttir 8. júlí 2025

Tíunda íslenska kýrin til að ná 100 þús. kg æviafurðum

Þann 18. júní sl. rauf afrekskýrin Snotra 273 í Villingadal í Eyjafirði 100 þús....

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar
Fréttir 4. júlí 2025

Tíu birkiskógar skuli njóta verndar

Land og skógur hefur gefið út fyrstu skrána um sérstæða eða vistfræðilega mikilv...