Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Þjónustujöfnuður jákvæður en vöruskiptajöfnuður neikvæður
Fréttir 6. september 2022

Þjónustujöfnuður jákvæður en vöruskiptajöfnuður neikvæður

Höfundur: Vilmundur Hansen

Verðmæti þjónustuútflutnings í maí 2022 er áætlað 58,4 milljarðar króna og að það hafi tvöfaldast frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Áætlað er að vöruútflutningur hafi verið neikvæður um 19 milljarða.

Samkvæmt því sem segir á heimasíðu Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að verðmæti útflutnings vöru- og þjónustuviðskipta hafi verið 1.442,2 milljarðar króna á síðustu tólf mánuðum og hafi aukist um 41% miðað við tólf mánuðina þar á undan.

Tekjur af samgöngum og flutningum 18,5 milljarðar

Áætlað er að verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta fyrir sama tímabil hafi verið 1.532,5 milljarðar og hafi aukist um 44% miðað við tólf mánuði þar á undan. Því er áætlað að uppsafnaður vöru- og þjónustujöfnuður fyrir síðustu tólf mánuði hafi verið neikvæður um 90,3 milljarða króna samanborið við 41,2 milljarða neikvæðan jöfnuð fyrir tólf mánuðina þar á undan.

Áætlað er að tekjur af samgöngum og flutningum hafi verið 18,5 milljarðar króna í maí síðastliðinn og að þær hafi meira en tvöfaldast miðað við maí 2021. Verðmæti annarra þjónustuliða í útflutningi er talið hafa verið 13,1 milljarður í maí og að það hafi dregist saman um 7% frá því í maí árið áður.

Útgjöld vegna ferðalaga erlendis 18,3 milljarðar

Verðmæti þjónustuinnflutnings í maí er áætlað 49,3 milljarðar króna og að það hafi aukist um 89% frá því í maí 2021 á gengi hvors árs. Gert er ráð fyrir að útgjöld vegna ferðalaga Íslendinga erlendis hafi verið 18,3 milljarðar í maí og hafi aukist verulega samanborið við maí árið áður. Hvað útgjöld vegna samgangna og flutninga varðar er áætlað að þau hafi verið 8,9 milljarðar í maí og hafi aukist um 57% miðað við maí 2021. Þá er áætlað að verðmæti annarra þjónustuliða í innflutningi hafi verið 22,1 milljarður í maí og hafi aukist um 42% frá því í maí fyrir ári. Þjónustujöfnuður var því jákvæður um 9,1 milljarð króna í maí.

Gert er ráð fyrir að verðmæti þjónustuútflutnings á tólf mánaða tímabili, frá júní 2021 til maí 2022, hafi verið 567,7 milljarðar króna og hafi aukist um 64% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan. Á sama tímabili er áætlað að verðmæti þjónustuinnflutnings hafi verið 472,2 milljarðar og hafi aukist um 61% miðað við tólf mánaða tímabilið þar á undan.

Áætlað er að vöruútflutningur í greiðslujöfnuði hafi verið 93,1 milljarður króna í maí 2022 en vöruinnflutningur 112,2 milljarðar. Fyrir vikið er gert ráð fyrir að vöruskiptajöfnuður í greiðslujöfnuði hafi verið neikvæður um 19 milljarða króna. Verðmæti útflutnings vöru og þjónustu í maí 2022 er því áætlað 151,5 milljarðar króna og að það hafi aukist um 65% miðað við sama mánuð 2021. Verðmæti innflutnings vöru- og þjónustuviðskipta á sama tíma var 161,4 milljarðar og jókst um 65% miðað við sama mánuð 2021.

Refaveiði í Skaftárhreppi
Fréttir 19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi

Sveitarstjórn Skaftárhrepps samþykkti nýlega skipulag um refaveiðar í sveitarfél...

Leyfir ekki sandnám
Fréttir 18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Fyrirtækið LavaConcept Iceland hefur sótt um framkvæmdaleyfi hjá Mýrdalshreppi v...

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum
Fréttir 18. september 2024

Nýtt rannsóknarverkefni í byggkynbótum

Við Landbúnaðarháskóla Íslands er nú að hefjast nýtt rannsóknarverkefni í byggky...

Helsingjar valda usla
Fréttir 18. september 2024

Helsingjar valda usla

Umhverfisstofnun vill takmarka veiðar á helsingja en bóndi á austanverðu Suðurla...

Óarðbær innflutningur
Fréttir 17. september 2024

Óarðbær innflutningur

Einkahlutafélagið Háihólmi skilaði tæplega 1,2 milljóna króna hagnaði á sínu fyr...

Kjötframleiðsla eykst áfram
Fréttir 17. september 2024

Kjötframleiðsla eykst áfram

Samkvæmt nýútgefnum tölum Hagstofu Íslands jókst innlend kjötframleiðsla um 15 p...

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki
Fréttir 16. september 2024

Ætla í samkeppni við einokunarfyrirtæki

Nýtt fyrirtæki vill koma sér fyrir á gasmarkaði á Íslandi og hefur hug á að útve...

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust
Fréttir 16. september 2024

Reisir lítið sláturhús og hyggst slátra strax í haust

Skúli Þórðarson, bóndi á Refsstað í Vopnafirði og fyrrverandi sláturhússtjóri Sl...

Leyfir ekki sandnám
18. september 2024

Leyfir ekki sandnám

Skýrsla um raunveruleikann
18. september 2024

Skýrsla um raunveruleikann

Subbu-Jobbi
18. september 2024

Subbu-Jobbi

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi
19. september 2018

Mikill áhugi fyrir samfélagsbanka á Íslandi

Refaveiði í Skaftárhreppi
19. september 2024

Refaveiði í Skaftárhreppi