Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Þingsályktunartillaga um viðræðuslit við Evrópusambandið lögð fram
Fréttir 24. febrúar 2014

Þingsályktunartillaga um viðræðuslit við Evrópusambandið lögð fram

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skul dregin til baka var lögð fram á Alþingi síðastliðinn föstudag, 21. apríl. Um er að ræða stjórnartillögu, lagða fram af utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni. Verði tillagan samþykkt verður Ísland fyrsta ríkið til að draga umsókn sína um aðild að til baka eftir að viðræður eru hafnar.

Tillagan er svo hljóðandi:

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt ályktar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu.
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki.


Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samþykktu tillöguna báðir sama dag. Talsverðrar óánægju gætti hjá stjórnarandstöðuflokkunum um hvernig staðið var að því að setja málið á dagskrá en ekki var haft samráð við flokkana. Samkvæmt dagskrá þingsins verður málið tekið til fyrri umræðu á þingfundi í dag.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru um tillöguna. Þannig hafa vel á fimmta þúsund manns boðað komu sína á mótmælafund á Austurvelli núna klukkan þrjú, þegar þingfundur hefst. Þá hafa verið settar af stað tvær undirskriftasafnanir þar sem skorað er á ríkisstjórnina að ljúka aðildarviðræðum. Klukkan 14:30 höfðu um 13.000 manns skrifað undir áskorun á slóðinni thjod.is og tæplega 15.000 manns á síðu undir yfirskriftinni EKKI draga umsóknina til baka. Bændablaðið hefur hins vegar ekki upplýsingar um undirskriftasafnanir eða önnur viðbrögð þeirra sem styðja að aðildarumsóknin verði dregin til baka.

Afhending eftir sauðburð
Fréttir 30. maí 2023

Afhending eftir sauðburð

Matvælastofnun hefur náð samkomulagi við sauðfjárbændur á nokkrum bæjum í Miðfja...

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks
Fréttir 30. maí 2023

Deilt um túlkun á gildissviði regluverks

Íslensk stjórnvöld telja blóðtöku á fylfullum hryssum teljast til afurðanýtingar...

Nýir pistlahöfundar
Fréttir 29. maí 2023

Nýir pistlahöfundar

Lesendur Bændablaðsins munu rekast á nýja pistlahöfunda í 10 tölublaði Bændablað...

Arfgreining nautgripa gengur vel
Fréttir 29. maí 2023

Arfgreining nautgripa gengur vel

Búið er að lesa næstum 20 þúsund niðurstöður arfgreininga í gagnagrunn nautgripa...

Áskoranir og tækifæri
Fréttir 26. maí 2023

Áskoranir og tækifæri

Framtíð íslensks landbúnaðar – tækifæri og áskoranir var yfirskrift ársfundar La...

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024
Fréttir 26. maí 2023

Geta endurnýtt eyrnamerki til ársins 2024

Matvælastofnun hefur áréttað að ekki sé heimilt að endurnýta eyrnamerki í eyru á...

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts
Fréttir 25. maí 2023

LL42 ehf. fær stærstan hluta kinda- og geitakjöts

LL42 ehf., sem er að fullu í eigu Stjörnugríss hf., fær langstærstan hluta af WT...

Tollkvótum útdeilt
Fréttir 25. maí 2023

Tollkvótum útdeilt

Tilkynnt var um samþykkt tilboð á tollkvótum fyrir innflutning af hinum ýmsu lan...