Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 ára.
Þingsályktunartillaga um viðræðuslit við Evrópusambandið lögð fram
Fréttir 24. febrúar 2014

Þingsályktunartillaga um viðræðuslit við Evrópusambandið lögð fram

Höfundur: Freyr Rögnvaldsson

Þingsályktunartillaga um að umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu skul dregin til baka var lögð fram á Alþingi síðastliðinn föstudag, 21. apríl. Um er að ræða stjórnartillögu, lagða fram af utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni. Verði tillagan samþykkt verður Ísland fyrsta ríkið til að draga umsókn sína um aðild að til baka eftir að viðræður eru hafnar.

Tillagan er svo hljóðandi:

    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að draga til baka umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu. Jafnframt ályktar Alþingi að ekki skuli sótt um aðild að Evrópusambandinu á nýjan leik án þess að fyrst fari fram þjóðaratkvæðagreiðsla um hvort íslenska þjóðin stefni að aðild að Evrópusambandinu.
    Alþingi ályktar að fela ríkisstjórninni að treysta tvíhliða samskipti og samvinnu við Evrópusambandið og Evrópuríki.


Þingflokkar ríkisstjórnarflokkanna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks, samþykktu tillöguna báðir sama dag. Talsverðrar óánægju gætti hjá stjórnarandstöðuflokkunum um hvernig staðið var að því að setja málið á dagskrá en ekki var haft samráð við flokkana. Samkvæmt dagskrá þingsins verður málið tekið til fyrri umræðu á þingfundi í dag.

Ljóst er að skiptar skoðanir eru um tillöguna. Þannig hafa vel á fimmta þúsund manns boðað komu sína á mótmælafund á Austurvelli núna klukkan þrjú, þegar þingfundur hefst. Þá hafa verið settar af stað tvær undirskriftasafnanir þar sem skorað er á ríkisstjórnina að ljúka aðildarviðræðum. Klukkan 14:30 höfðu um 13.000 manns skrifað undir áskorun á slóðinni thjod.is og tæplega 15.000 manns á síðu undir yfirskriftinni EKKI draga umsóknina til baka. Bændablaðið hefur hins vegar ekki upplýsingar um undirskriftasafnanir eða önnur viðbrögð þeirra sem styðja að aðildarumsóknin verði dregin til baka.

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir
Fréttir 18. janúar 2022

Skútustaðahreppur kaupir Kálfaströnd á 140 milljónir

Gengið var frá kaupsamningi undir lok síðasta árs um jörðina Kálfaströnd (Kálfas...

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins
Fréttir 18. janúar 2022

Segist hafa fengið hótun um málefni sveitarfélagsins

Það hefur vakið athygli að Halldóra Hjörleifsdóttir, oddviti Hrunamannahrepps, h...

Áburðareftirlit Mast árið 2021
Fréttir 18. janúar 2022

Áburðareftirlit Mast árið 2021

Á árinu 2021 fluttu 24 fyrirtæki inn áburð og jarðvegsbætandi efni alls 368 tegu...

Endurnýja starfsleyfi Ísteka
Fréttir 18. janúar 2022

Endurnýja starfsleyfi Ísteka

Umhverfisstofnun hefur tekið ákvörðun um útgáfu á starfsleyfi Ísteka ehf. Í star...

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum
Fréttir 18. janúar 2022

Stórátak í riðuarfgerðagreiningum

Mikil gerjun hefur átt sér stað á síðustu misserum í málum tengdum rannsóknum á ...

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu
Fréttir 18. janúar 2022

Mikil aukning í ræktun á vínviði og vínframleiðslu

Ræktun á vínviði og vínframleiðsla á Bretlandseyjum hefur aukist mikið undanfari...

Stjórnlaus skógareyðing
Fréttir 17. janúar 2022

Stjórnlaus skógareyðing

Þrátt fyrir allt tal stjórnvalda í Brasilíu um verndun skóga sýna loftmyndir að ...

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum
Fréttir 17. janúar 2022

Viðurkennd verndandi arfgerð gegn riðu finnst í sex einstaklingum

Sex einstaklingar fundust fyrir skemmstu með tiltekna verndandi arfgerð (ARR) ge...