Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, tóku á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við upphaf Búnaðarþings 2021 sem fram fram fór í Súlnasal Hótel Sögu.
Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, og Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ, tóku á móti Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, við upphaf Búnaðarþings 2021 sem fram fram fór í Súlnasal Hótel Sögu.
Mynd / HKr
Fréttir 25. mars 2021

Þingfulltrúar voru samstiga í að leysa verkefni þingsins

Höfundur: Vilmundur Hansen

Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands, flutti setningarræðu Búnaðarþings 2021 en auk hans tóku Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Kristján Þór Júlíusson atvinnu- og nýsköpunarráðherra og Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, til máls við setningu. Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands, stýrði athöfninni.

Katrín Jakobsdóttir forsætis­ráðherra, lagði áherslu í máli sínu á mikilvægi íslensks landbúnaðar og þess að draga úr matarsóun og að það væru mörg tækifæri ónýtt í að auka lífræna framleiðslu á landinu. Hún sagði einnig að í aðgerðaráætlun ríkisstjórnarinnar væri lögð áhersla á að gera íslenskan landbúnað loftslagsvænni en hann er í dag.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra brýndi bændur til góðra verka við setningu Búnaðarþings og hvatti til aukinnar lífrænnar framleiðslu landbúnaðarafurða.

Umhverfisstefna landbúnaðarins

Fram kom á Búnaðarþinginu að um­hverfismál tengd íslenskum landbúnaði verða tekin til skoðunar og dregin saman í eina heildstæða stefnu.

„Hugmyndin er að hægt verði að gera áætlun um hvað þarf að gera á næstu árum til að bæta stöðuna og helst að kolefnisjafna allan landbúnað og alla bændur í landinu. Þetta verður unnið í samráði við stjórnvöld í samræmi við frumvarp fjármála- og efnahagsráðherra um skattalegar ívilnanir vegna grænna fjárfestinga. Enda segir í aðgerðaáætlun ríkisstjórnarinnar að loftslagsaðgerðum í landbúnaði verði hraðað og þær auknar í samstarfi við bændur, einkum þær sem stuðla að loftslagsvænni landbúnað og því að fjölga verulega bændum sem taka þátt í loftslagstengdum verkefnum.

Við verðum einnig að byrja vinnu við endurskoðun á búvörusamningnum 2023 og ákveða hverjar áherslur Bændasamtakanna eiga að vera við endurskoðunina. Síðan hvað verður um búvörusamninginn 2026 þegar hann rennur út og almennt hvaða sýn bændur og Bændasamtökin hafa á framtíðina,“ segir Gunnar Þorgeirsson, formaður Bændasamtaka Íslands.

Stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar

Í ávarpi Kristjáns Þórs Júlíussonar atvinnu- og nýsköpunarráðherra sagði hann að vinna við „mótun landbúnaðarstefnu fyrir Ísland sem nú stendur yfir er stærsta hagsmunamál íslensks landbúnaðar nú um stundir. Í þeirri vinnu verður teiknuð upp framtíðarsýn. Tækifæri til að stilla saman strengi, skapa sameiginlega framtíðarsýn til næstu áratuga sem byggir á óumdeildum kostum og styrkleikum íslensks landbúnaðar. Um leið er mikilvægt fyrir bændur að styrkja enn frekar tengslin við íslenska neytendur. Bændur verða til framtíðar að svara spurningum neytenda, hlusta eftir þeirra þörfum og auka skilning.“

Vigdís Häsler, framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands afhendir Kristjáni Þór Júlíussyni sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra blóm sem þakklætisvott Bændasamtakanna fyrir samstarfið í hans ráðherratíð og með þeim á myndinni er Gunnar Þorgeirsson, formaður BÍ.

Kristján Þór sagði einnig frá þeirri ákvörðun sinni að bjóða sig ekki fram til Alþingis í næstu kosningum og þakkaði um leið fyrir að hafa fengið að starfa með íslenskum bændum í tíð sinni sem landbúnaðarráðherra.

Búskapur á Bessastöðum

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, talaði um mikilvægi íslensks landbúnaðar í ávarpi sínu og minnti á að á Bessastöðum hafi til skamms tíma verið búskapur og þar hafi fyrri ábúendur, hirðstjórar konungs og amtmenn gert tilraunir með að rækta grænmeti. Auk þess sem forsetinn sagði að í samræmi við breyttan tíðaranda væri nú unnið að endurheimt votlendis á Bessastöðum og að árangur þess væri sjáanlegur í fjölgun votlendisfugla í landinu.

Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, sló á létta strengi í setn­ingar­athöfninni í Bændahöllinni samhliða því að tala um mikilvægi íslensks landbúnaðar í ávarpi sínu.

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári
Fréttir 20. mars 2025

Lök uppskera á kartöflum og gulrótum á síðasta ári

Hagstofan gaf á mánudaginn út uppskerutölur úr grænmetisog salatræktun síðasta á...

Í fremstu röð í þrjátíu ár
Fréttir 20. mars 2025

Í fremstu röð í þrjátíu ár

Bændablaðið hefur í þrjátíu ár stuðlað að upplýsandi umræðu um landbúnað á víðum...

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis
Fréttir 20. mars 2025

Vanburða innviðir hringrásarhagkerfis

Ekkert eftirlit er á Suðurlandi með því að garðyrkjuúrgangur úr íslenskri útiog ...

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi
Fréttir 17. mars 2025

Þróun á kjötframleiðslu styður ekki við markmið stjórnvalda um aukið fæðuöryggi

Talsvert hefur verið fjallað um mikilvægi fæðuöryggis landsins að undanförnu, bæ...

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt
Fréttir 14. mars 2025

Upplýsingar uppfærðar um lambakjöt

Eitt af þróunarverkefnum búgreina sem nýlega var veittur styrkur úr matvælaráðun...

Tangi besta nautið
Fréttir 14. mars 2025

Tangi besta nautið

Tangi 18024 frá Vestra-Reyni undir Akrafjalli hlaut nafnbótina besta naut fætt á...

Áform dregin til baka
Fréttir 13. mars 2025

Áform dregin til baka

Áform fjármála- og efnahagsráðherra um frumvarp til breytingar á tollalögum, þar...

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins
Fréttir 13. mars 2025

Kvíaból fyrirmyndarbú ársins

Kvíaból í Köldukinn var útnefnt fyrirmyndarbú nautgripabænda árið 2025 á deildar...