lóm sóllilju eru sérkennileg og falleg. Þau standa mörg saman efst á háum blómstilk, stór og trektlaga, dröfnótt og litrík.
lóm sóllilju eru sérkennileg og falleg. Þau standa mörg saman efst á háum blómstilk, stór og trektlaga, dröfnótt og litrík.
Fréttir 30. september 2020

Þegar maður á lífsblóm

Höfundur: Ingólfur Guðnason

Afskorin blóm sem prýða heimili eru af ýmsum toga og ólíkum uppruna. Sum gera kröfur um mikinn hita og raka, önnur geta vaxið við mun svalari aðstæður. Hér á landi eru afskorin blóm ræktuð í gróðurhúsum og njóta þess að framleiðandi getur stýrt vaxtarskilyrðum eftir þörfum tegundanna.

Ein þessara tegunda er kölluð Sóllilja og á ættir að rekja til S-Ameríku, nánar tiltekið frá Chile vestan Andesfjalla og hún finnst einnig í Brasilíu. Þetta er óvenjuleg planta á margan hátt. Kjörlendi tegunda af þessari ættkvísl er mjög mismunandi, sumar þrífast í fenjaskógum hitabeltisins og frumskógum en aðrar vaxa í eyðimörkum, þéttum skógum, þurru graslendi, deigl­endi eða í fjalllendi. Sú tegund sem mest hefur verið notuð til ræktunar á uppruna sinn í Chile.

Kynbætur og ræktun

Blóm sóllilju eru sérkennileg og falleg. Þau standa mörg saman efst á háum blómstilk, stór og trektlaga, dröfnótt og litrík. Sóllilja hefur verið kynbætt talsvert til að ná fram enn sterkari lit en sést almennt í náttúrunni og við kynbætur hefur líka tekist að fá aukinn fjölda lita, sterkari blómstilka og langan endingartíma eftir skurð.

Sóllilja hefur verið kynbætt talsvert til að ná fram enn sterkari lit en sést almennt í náttúrunni.

Hægt er að fjölga sóllilju með sáningu en í gróðrarstöðvum er henni ýmist fjölgað með skiptingu róta eða með svokallaðri vefjaræktun, sem stunduð er í sérhæfðum ræktunarstöðvum og er ekki á allra færi. Á þann hátt er hægt að framleiða mikinn fjölda plantna á stuttum tíma, sem allar hafa nákvæmlega sömu eiginleika hvað varðar vöxt, blómlit og aðra eiginleika. Bæði rætur og stönglar vaxa út frá brumum í jarðstöngli, sem vex neðanjarðar. Plönturnar safna næringarforða í sérstök forðahnýði sem vaxa niður af jarð­stönglinum. Talsverður hluti vaxtarins á sér því stað undir jarðvegsyfirborðinu en frá jarðstönglinum vaxa síðan upp greinar sem bera bæði blöð og blóm.

Ræktunin fer fram í gróðurhúsum, í beðum sem haldið er vel rökum. Sóllilja þrífst best við fremur svalar aðstæður og þurfa húsin því ekki mikla upphitun. Tegundin er fjölær og getur staðið árum saman í beði ef hún fær rétta umhirðu. Það krefst þess meðal annars að jarðvegur sé vel undirbúinn svo hann haldist loftríkur og stöðugur allan líftíma plantnanna. Meindýrum er haldið niðri með lífrænum vörnum.

Blómmyndun með óvenjulegum hætti

Jarðstöngullinn nemur hita/kuldaáreiti. Lágur jarðvegshiti örvar myndun blómbruma en hár jarðvegshiti hvetur hins vegar til myndunar greina sem ekki mynda blóm og ekki er sóst eftir í ræktuninni. Því er það verkefni ræktandans að halda jarðvegshitanum lágum, jafnvel undir 15°C. Lofthiti þarf líka að vera hóflegur. Til að hámarka blómgæði og uppskerumagn getur reynst erfiðleikum háð að halda hitanum nægilega lágum að vori og sumri og má því búast við minni uppskeru af fallegum blómstilkum yfir hásumarið. Þegar kemur fram í lok september eykst bæði uppskeran og gæði hennar. Nú er því að renna upp blómatími sóllilj­unnar í íslensku gróðurhúsunum. Með öflugri vaxtarlýsingu ná framleiðendur að bjóða sóllilju í miklum gæðum allan veturinn og í raun og veru eru þær uppskornar allt árið.

Óvenju endingargóð í vasa og skreytingum

Blóm sóllilju eru meðal þeirra sem endast hvað lengst eftir skurð. Þau eru bæði notuð í háa og lága blómvendi og henta ljómandi vel í margs konar blómaskreytingar.

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild
Fréttir 30. október 2020

Aðgerðirnar munu hafa jákvæð áhrif á búskapinn í heild

Síðastliðið vor voru 15 sauðfjárbú valin til þátttöku í verkefninu Loftslagsvænn...

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti
Fréttir 30. október 2020

Setur heilsuna og umhverfið í fyrsta sæti

Guðbjörg Gissurardóttir, eigandi og ritstýra tímaritaútgáfunnar Í boði náttúrunn...

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum
Fréttir 30. október 2020

Íslenskar kræsingar í plastlausum umbúðum

Á þjóðhátíðardaginn í sumar opnaði fjölskyldan sem stendur á bakvið urta islandi...

Hótel Saga lokar
Fréttir 28. október 2020

Hótel Saga lokar

COVID-19 faraldurinn hefur haft verulega neikvæð áhrif á rekstur ferðaþjónustufy...

Auglýst eftir tveimur togurum
Fréttir 28. október 2020

Auglýst eftir tveimur togurum

Ríkiskaup, fyrir hönd Haf­rann­sókna­stofnunar, hefur auglýst eftir tilboðum veg...

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB
Fréttir 28. október 2020

LbhÍ fær 700 milljónir til rannsóknarverkefnis frá ESB

Nýlega veitti Evrópusambandið 700 milljónum króna til fjögurra ára rannsóknarver...

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi
Fréttir 28. október 2020

Leyft verði veiði 184 tonna í Arnar­firði og 586 tonna í Ísafjarðardjúpi

Með hliðsjón af niðurstöðum könnunar á ástandi innfjarðarrækjustofna sem fram fó...

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn
Fréttir 27. október 2020

Riðuveiki í Skagafirði rædd í ríkisstjórn

Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, gerði á fundi ríkisstjórnarinnar í morgun ...