Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 mánaða.
Hér má sjá kaffihúsið og leiksvæðið að utanverðu, stílhreint og bjart og sómir
sér vel sem nýr hluti Grundar.
Hér má sjá kaffihúsið og leiksvæðið að utanverðu, stílhreint og bjart og sómir sér vel sem nýr hluti Grundar.
Mynd / Kjartan Örn Júlíusson
Viðtal 13. maí 2025

Þar sem birta er og ylur hvernig sem viðrar

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Rekstur elsta elliheimilis hér á landi hefur staðið yfir síðan 29. október 1922 þegar steinhúsið Grund opnaði dyr sínar eldra fólki sem þurfti á aðhlynningu að halda.

Grund stóð þá vestan við Kaplaskjólsveginn, en brátt kom í ljós að húsrými var af skornum skammti miðað við þann fjölda sem bankaði upp á.

Var það fimm manna nefnd sem réðst í þau stórræði sem bygging nýs heimilis var, og mega eiga heiður af. Grund var fullgert eftir liðlega tveggja ára vinnu og stigu fyrstu vistmenn inn fyrir dyrnar í sumarlok árið 1930.

Fimmmenningarnir sem stóðu að byggingu Grundar árið 1928. F.v. Haraldur Sigurðsson, Júlíus Árnason, Páll Jónsson, Flosi Sigurðsson og Sigurbjörn Á. Gíslason.

Árið 1931 prýðir þessi mynd af nýreistum húsakynnum Grundar forsíðu tölublaðs Óðins og kemur eftirfarandi fram í texta: „Húsið er prýðilegt, með öllum nýtísku þægindum, og fer þar svo vel um vistmennina sem framast má verða ...“

Hugmyndafræði Eden hrundið af stað

Í dag stendur Grund enn í Vesturbæ Reykjavíkur, stórt og reisulegt við Hringbraut 50. Heimilið er rekið undir hugmyndafræði Eden, sem hefur það að leiðarljósi að samfélag leggi áherslu á að viðhalda og efla lífsgæði einstaklinga sem njóta stuðnings við athafnir daglegs lífs. Unnið er gegn einmanaleika og vanmætti en að auki er lögð áhersla á að huga að vellíðan starfsfólks og aðstandenda.

Með það í huga var farið af stað með hönnun og smíði garðskála sem myndi gegna hlutverki kaffihúss Grundar, enda mikilvægt að hafa góða aðstöðu þar sem hægt er að setjast niður og spjalla með sínum nánustu. Í nóvembermánuði síðasta árs var svo kaffihúsið vígt, en fyrst um sinn var aðstaðan einungis opin heimilisfólki og aðstandendum þeirra. Sáu stjórnendur þó fyrir sér að ekki liði á löngu þar til að nágrannar þeirra í Vesturbænum gætu litið inn – og eins og hefur komið á daginn njóta þeir nú ilmandi veitinga við hin ýmsu tilefni.

Tæprar aldar gamalt í dag ber Grund enn með sér jafn reisulegan þokka og áður, heimili þeirra sem hafa borið yngri kynslóðirnar á höndum sér. Mynd / Kjartan Örn Júlíusson.

Björt og smekkleg hönnun

Kaffihúsið, sem hlaut nafnið Mörk, er bjart og rúmgott, hannað af ASK arkitektum og í garðinum fyrir utan geta gestir notið listaverks eftir Helga Gíslason myndhöggvara. Stendur verkið í lítilli tjörn og úr því kemur rennandi vatn, sem ásamt torfþaki kaffihússins gefur notalega tengingu við ró og frið náttúrunnar. Leiksvæði fyrir börn er einnig fyrir utan og næsta víst að gestir af yngri kynslóðinni uni þar sér vel.

Jón Kr. Ólafsson, sem búsettur er í Búðardal, kann vel við þá tilbreytingu að heimsækja Grund, enda nauðsynlegt fyrir andann að breyta um umhverfi og sinna félagslegum þörfum hvers lifandi manns. Mynd / sp
Nauðsyn mannlegra samskipta

Nú nýverið, um páskaleytið, sat þar stórsöngvarinn Jón Kr. Ólafsson sem var í heimsókn að vestan og naut sólargeislanna sem glæddust fram úr skýjunum. „Þetta er voðalega lekkert,“ segir Jón, sem pantaði sér svart te með mjólk. Hann hefur sterkar skoðanir á þeirri nauðsyn að bera sig eftir félagslegum samskiptum, enda einmanaleiki alvarleg heilbrigðis- og samfélagsvá. Jón bendir á að fólk verði að líta sér nær og reyna að hafa einhverja burði til að stíga út úr vítahring einangrunar, en ekki sitja heima innan þægindarammans. Þar kemur hugmyndafræði Eden inn í myndina, enda þjónar kaffihúsið nú að hluta til þeirri hugmynd að opna fyrir tengslamyndun mót einsemd og umkomuleysi.

Upplagt að gera sér dagamun

Kaffihúsið, sem er opið frá klukkan 13–17 daglega, býður upp á dýrindis smurbrauð, kökur, gos og kaffi og verður án efa dásamlegt að sitja úti við þegar nær dregur sumri og njóta veitinganna í sólskininu. Nægt rými er fyrir gesti í skálanum, sem er tengdur aðalbyggingunni, og vafalaust skemmtileg tilbreyting fyrir heimilisfólk á Grund að heimsækja kaffihúsið með vinum og vandamönnum.

Raflínunefnd umdeild
Fréttir 10. nóvember 2025

Raflínunefnd umdeild

Sveitarfélög og hagsmunasamtök landeigenda hafa gagnrýnt fyrirhugaða stofnun raf...

Auknar rekstrartekjur RML
Fréttir 10. nóvember 2025

Auknar rekstrartekjur RML

Stjórn Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) hélt ársfund í Borgarnesi til þe...

Ísland verði í leiðandi hlutverki
Fréttir 10. nóvember 2025

Ísland verði í leiðandi hlutverki

Stefnumótunarvinna hefur verið sett í gang um framtíð jarðhitanýtingar á Íslandi...

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi
Fréttir 10. nóvember 2025

Munu sækjast eftir nýju blóðtökuleyfi

Forsvarsmenn Ísteka ehf. hafa hug á að sækja um nýtt leyfi til blóðtöku úr fylfu...

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk
Fréttir 10. nóvember 2025

Umdeildir virkjanakostir í biðflokk

Jóhann Páll Jóhannsson vill Kjalölduveitu og virkjanakosti í Héraðsvötnum, það e...

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði
Fréttir 7. nóvember 2025

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði

Leiðir til áburðarsparnaðar í landbúnaði, sem hluti af nýjum áherslum og forgang...

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%
Fréttir 7. nóvember 2025

Dilkakjötsframleiðsla dróst saman um 12%

Dilkakjötsframleiðsla var 12% minni nú í september en í sama mánuði á síðasta ár...

Togstreita milli ríkja á COP30
Fréttir 7. nóvember 2025

Togstreita milli ríkja á COP30

COP30, þrítugasti aðildarfundur og ráðstefna Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðann...