Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Fljótsdalshérað sýndi Gulleyjuna.
Fljótsdalshérað sýndi Gulleyjuna.
Áhugaleikhús 23. janúar 2023

Þar sem allir eru velkomnir og geta lagt hönd á plóg

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Nú í byrjun árs eru allar horfur á góðu leikári og þeir hvattir til að hafa samband við leikhúsin sem áhuga hafa á að vera með.

Áætlaður æfinga- og vinnslutími sýninga er um 6–8 vikur og auk þess að spreyta sig á sviðinu má aðstoða við uppsetningu leikmynda, ljósa eða hljóðhönnun svo eitthvað sé nefnt.

Áhugaleikhús má finna víða um land, allt frá höfuðborgarsvæðinu til Hornafjarðar – en samkvæmt vefsíðu BÍL, Bandalags íslenskra leikfélaga, eru aðildarfélögin eftirfarandi:

Freyvangsleikhúsið Eyjafirði, Halaleikhópurinn Reykjavík, Hugleikur Reykjavík, Leikdeild UMF. Gnúpverja, Leikfélag A-Eyfellinga, Leikfélag Blönduóss, Leikfélag Dalvíkur, Leikfélag Fjallabyggðar, Leikfélag Flateyrar, Leikfélag Fljótsdalshéraðs, Leikfélag Hafnafjarðar, Leikfélag Hofsóss, Leikfélag Hólmavíkur, Leikfélag Hörgdæla, Leikfélag Hornafjarðar, Leikfélag Húsavíkur, Leikfélag Hveragerðis, Leikfélag Keflavíkur, Leikfélag Kópavogs, Leikfélag Mosfellssveitar, Leikfélag Norðfjarðar, Leikfélag Ölfuss, leikfélag Rangæinga, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Selfoss, Leikfélag Seyðisfjarðar, Leikfélag Sólheima, Leikfélag Vestmannaeyja, Leikfélagið Borg, Leikfélagið Grímnir Stykkishólmi, Leikfélagið Skagaleikflokkurinn Akranesi, Leikfélagið Sýnir sem starfar á landsvísu, Leikflokkur Húnaþings vestra, Leikhópurinn Lopi á Suðurlandi, Litli Leikklúbburinn Ísafirði, Stúdentaleikhúsið Reykjavík, Umf. Biskupstungna Leikdeild Bláskógabyggð, Umf. Dagrenning Leikdeild Lundarreykjadal, Umf. Efling Suður-Þingeyjarsýslu, Umf. Íslendingur Leikdeild Skorradalshreppi, Umf. Reykdæla Logalandi og Umf. Skallagrímur Leikdeild.

Á síðasta ári bættist svo m.a. við leikfélagið Lauga á Snæfellsbæ, endurreist á stoðum Leikfélags Ólafsvíkur, en nafngiftin Lauga var til heiðurs Sigurlaugu Heiðrúnu Jóhannsdóttur heitinni, formanni Leikfélags Ólafsvíkur til margra ára.

Í þjónustumiðstöð BÍL, sem staðsett er á Kleppsmýrarvegi 8, 104 Reykjavík, er að finna stærsta leikritasafn landsins fyrir þá er hyggjast setja upp leikrit. Starfsfólk miðstöðvarinnar aðstoðar svo við útvegun sýningarleyfa og sér um innheimtu höfundargreiðslna auk þess að veita aðra ráðgjöf.

Síminn hjá BÍL er 551-6974 og lista yfir leikstjóra má svo finna á vefsíðunni www.leiklist.is undir flipanum þjónusta og um að gera að kynna sér feril þeirra og fjölbreytileika.

Skylt efni: Áhugaleikhús

Sölufélagið í góðu lagi
Fréttir 17. júlí 2025

Sölufélagið í góðu lagi

Nú hafa Sölufélag garðyrkjumanna, Báran stéttarfélag og Framsýn stéttarfélag und...

Bændur harka af sér
Fréttir 16. júlí 2025

Bændur harka af sér

Ný rannsókn bendir til þess að fólk sem starfar í landbúnaði sé ólíklegt til að ...

Getur leyst plast af hólmi
Fréttir 16. júlí 2025

Getur leyst plast af hólmi

Frumkvöðlafyrirtækið Marea Iceland hyggst setja á markað umhverfisvænt húðunaref...

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar
Fréttir 16. júlí 2025

Auglýsingar um sveppadropa og -duft ámælisverðar

Verslunin Hugur Studio, sem rekin er af Hemmet ehf., hefur verið kærð fyrir afdr...

Átak um öryggi barna í sundi
Fréttir 16. júlí 2025

Átak um öryggi barna í sundi

Rauði krossinn á Íslandi hefur hleypt af stokkunum fræðslu- og forvarnarátaki um...

Pöddur í hundamat
Fréttir 15. júlí 2025

Pöddur í hundamat

Fyrirtæki hafa sett á markað hundamat úr skordýrum. Slíkt fæði hefur minna kolef...

Orkuskipti í Flatey
Fréttir 15. júlí 2025

Orkuskipti í Flatey

Jóhann Páll Jóhannsson, umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra og Elías Jónatans...

Landeldi við Hauganes
Fréttir 15. júlí 2025

Landeldi við Hauganes

Laxós ehf. áformar uppbyggingu og rekstur fiskeldisstöðvar norðan Hauganess, þar...